Margarita

Margarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita þekkt sem hið besta eldsneyti fyrir hvers kyns mannfagnaði. Í reynd er þó verið að vísa til konunnar sem drykkurinn heitir eftir, því hún var sannarlega til. Hún hét Margaret Sames, kölluð Margarita. Ótal útfærslur eru til af þessum klassíska kokteil þar sem bragðið er tekið í hinar og þessar áttir, en eitt eiga alvöru Margaritur sameiginlegt: Cointreau. Hin þrjú innihaldsefnin – ljóst tequila, lime-safi og salt á glasabarminn – eru hlutir sem hægt er að leika sér með og útfæra á ýmsa vegu, en enginn skyldi hrófla við kjarna málsins, hinum víðfræga franska appelsínulíkjör. Cointreau hefur ótvíræð áhrif á þau hanastél sem hann er blandaður í, og Margarita verður í senn ferskari á bragðið, bragðmeiri og í betra jafnvægi milli sætu og sýrni. Hinn frískandi appelsínukeimur Cointreau gefur ávaxtatón sem engin leið er að fá annars staðar frá. Frú Margaret Sames áttaði sig fljótlega á þessu lykilatriði og til er fræg tilvitnun þar sem hún segir: „Margarita án Cointreau er ekki saltsins virði.“

Skoða nánar
 

Vegan og glútenlaus sveppasósa

“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð.

Þetta er sveppasósa sem er létt í sér og minnir á gravy. Hún er að mestu lífræn, fyrir utan sveppina sem ég fann ekki lífræna, án aukaefna og glútenlaus. Passar vel með hnetusteik, með grænmetisbuffi, kartöflumúsinni… og ef þú spyrð krakkana mína þá má borða hana eintóma.

Hveiti er oft notað í sósur til að þykkja þær en hér nota ég kjúklingabaunamjöl sem inniheldur ekki glúten en virkar eins til þykkingar. Mörgum til mikillar gleði bætir það líka próteini í sósuna.

Skoða nánar
 

Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cumin

Kasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka en ég þekki mig, ég er ekkert alltof mikið að skipuleggja langt fram í tímann og straxveikin er fljót að kikka inn ef mig langar í eitthvað.

Ég komst þó ekki upp með að stytta ferlið nema niður í rúman sólarhring til að ná súra bragðinu frá gerjuninni. Til að starta og flýta fyrir gerjuninni gríp ég í góðvini mína og góðgerlana frá Probi Original. Algjörlega hlutlausir á bragðið og þægilegir í notkun.

Eftir nokkrar tilraunir og margar kasjúhnetur,… þá er ég ótrúlega ánægð með þennan kasjúost sem hvarf vel ofan í afa og ömmur, vinkonur, krakka og pabba þeirra. Broddkúmenið (cumin) og zaatar gerir ostinn líka að annarskonar upplifun sem kemur á óvart.

Ath uppskriftin gerir 2 vænar ostakúlur og auðvitað er hægt að helminga uppskriftina fyrir bara eina kúlu. Persónulega fannst mér blenderinn minn þó ná skemmtilegri áferð þegar ég gerði uppskriftina stærri og svo er líka bara hundleiðinlegt að gera bara eina kúlu þegar þú getur gert tvær. Fullkomið að prófa þessa uppskrift fyrir helgina og bjóða vinum í kósíkvöld.

Skoða nánar