Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.

Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Þessi réttur er einfaldur og dásamlega góður, fullkominn í haust þegar manni langar í eitthvað djúsí og gott. Rjómalagað pasta með sólþurrkuðum tómötum, sveppum og kjúklingi.
Þessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem þarf einmitt þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.
Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum.
Ég mæli líka með að prófa að setja deigið í möffinsform og gera bollakökur!
Hér er á ferðinni extra djúsí og góður pastaréttur sem sló í gegn hjá allri fjölskyldunni!
Fljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa uppskrift!
Hér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.
Þessi pastaréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann dásamlega bragðgóður, einfaldur og einstaklega fljótlegur. Smakkast eins og besti pastaréttur á veitingastað og fallegur að bera fram. Það er tilvalið að skella í þennan fyrir saumaklúbbinn eða bera fram á heimastefnumóti og njóta í góðum félagsskap.
Bragðið af sítrónunni er alveg passlegt og sómir sér ljómandi vel kryddunum og risarækjunum. Ég mæli eindregið með því að prófa þennan næst þegar ykkur langar að bera fram eitthvað gott og fallegt.
Satay er mitt allra uppáhalds þegar kemur að asískum mat. Það er eitthvað við þessa blöndu af hnetusmjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er alveg ómótstæðilegt. Ég geri oft satay sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyrir mér gríp ég í tilbúnu sósuna frá Blue dragon. Hún er svo ljómandi góð og passar með svo mörgu. Ég hef notað hana með kjúklingi, fiski og nautakjöti og alltaf kemur það vel út.
Hérna notaði ég sósuna bæði sem marineringu og til þess að bera fram með kjötinu og hrísgrjónunum og það kom ótrúlega vel út. Mér finnst oft gott að poppa aðeins upp tilbúnar sósur með því sem ég á til en það þarf í rauninni ekki og þá er rétturinn enn einfaldari!