Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaði

Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaði

Þessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan ‏þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem ‏þarf einmitt ‏þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með ‏því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.

Read more

Risarækju linguini með sítrónu, rósmarín & hvítlauk

Risarækju linguini með sítrónu, rósmarín & hvítlauk

Þessi pastaréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann dásamlega bragðgóður, einfaldur og einstaklega fljótlegur. Smakkast eins og besti pastaréttur á veitingastað og fallegur að bera fram. Það er tilvalið að skella í þennan fyrir saumaklúbbinn eða bera fram á heimastefnumóti og njóta í góðum félagsskap.
Bragðið af sítrónunni er alveg passlegt og sómir sér ljómandi vel kryddunum og risarækjunum. Ég mæli eindregið með því að prófa þennan næst þegar ykkur langar að bera fram eitthvað gott og fallegt.

Read more

Grilluð Satay nautaspjót með chili & kóríander

Grilluð Satay nautaspjót með chili & kóríander

Satay er mitt allra uppáhalds þegar kemur að asískum mat. Það er eitthvað við þessa blöndu af hnetusmjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er alveg ómótstæðilegt. Ég geri oft satay sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyrir mér gríp ég í tilbúnu sósuna frá Blue dragon. Hún er svo ljómandi góð og passar með svo mörgu. Ég hef notað hana með kjúklingi, fiski og nautakjöti og alltaf kemur það vel út.
Hérna notaði ég sósuna bæði sem marineringu og til þess að bera fram með kjötinu og hrísgrjónunum og það kom ótrúlega vel út. Mér finnst oft gott að poppa aðeins upp tilbúnar sósur með því sem ég á til en það þarf í rauninni ekki og þá er rétturinn enn einfaldari!

Read more