Þetta er í raun bara rjómalöguð lúxusútgáfa af hakk + spagettí ef á það er horft en þetta er skemmtileg tilbreyting sem ætti að slá í gegn hjá krökkunum (og fullorðnum).

Þetta er í raun bara rjómalöguð lúxusútgáfa af hakk + spagettí ef á það er horft en þetta er skemmtileg tilbreyting sem ætti að slá í gegn hjá krökkunum (og fullorðnum).
Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minnir svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.
Kókoskúlur er eitthvað sem við eigum reglulega heima enda frábært að grípa í milli mála fyrir smá auka orku og það skemmir auðvitað ekki að þær séu sætar og góðar. Kókoskúlur geta verið hlaðnar frábærum næringarefnum og flottar til að grípa með sér í nesti í skólann eða til að borða eftir æfinguna. Hefðbundnar hollari kókoskúlur innihalda þó oft hnetur sem ekki eru svo vinsælar í skólum og jafnvel í þróttahöllum en hér erum við með hnetulausar kókoskúlur þar sem ég nota sólblómafræ í staðinn fyrir hnetur. Ekki bara góðar og hentugar heldur líka skemmtileg leið til að fá börn til að borða fræ.
Sólblómafræ eru nokkuð hlutlaus á bragðið og áferðin mjúk svo það er auðvelt að skipta hnetum út fyrir sólblómafræ í fleiri uppskriftum af kókoskúlum ef þú átt þína uppáhalds. Hér er allavega innblástur en ég hvet þig líka til að prófa þig áfram.
Karamellupopp er fullkomin blanda af sætu og söltu og passar sérlega vel með súkkulaði og pretzel. Þessar fljótlegu heimagerðu súkkulaðiplötur eru tilvaldar fyrir hrekkjavöku, og það er auðvelt að bæta við hvítu súkkulaði og augum til að gera litla drauga!
Bleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að söluágóði fari til góðra málefna þá megum við líka setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið.
Mig langar að hvetja almenning til að nota restina af þessum mánuði til að skoða sínar lífstílsvenjur, nýta þennan mánuð til forvarnar og skoða matarvenjur sínar, skoða snyrtivörurnar sínar hvort þær innihaldi óæskileg efni, spyrja þig hvort þú sért í streitu sem þarf að draga úr og setja inn nýja heilsubætandi venju.
Hér fyrir neðan finnið þið uppskrift að bleikum engifer chaga latte en rannsóknir hafa sýnt fram á að chaga hafi krabbameinshamlandi eiginleika, það er einstaklega ríkt af andoxunarefnum, dregur úr bólgum og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Engifer hefur svo jákvæð áhrif á ónæmiskerfið okkar og hér nota ég rauðrófusafa til að fá fram skemmtilega bleikan lit í tilefni bleiks októbers en ég hvet fólk til að velja næringarríkan og blóðeflandi rauðrófusafa sem litgjafa frekar en krabbameinsvaldandi rauð litarefni.
Hér kemur undursamleg súkkulaðimús með karamellu og rjóma, toppuð á Hrekkjavökulegan máta!
Ég gerði marineringuna frá grunni, naan brauðið og raita jógúrtsósuna en sósan sem lambakjötið fer í er keypt tilbúin. Ég bragðbætti hana örlítið eftir eigin smekk en þess þarf auðvitað ekkert, en það er svo skemmtilegt. Lambakjötið er úrbeinað læri sem ég skar síðan í bita og marineraði í jógúrtmarineringu. Þræddi bitana upp á spjót og grillaði. Setti sósuna í pott og bragðbætti örlítið og setti tilbúið lambakjötið í sósuna. Naan brauðið er það allra besta með þessum rétti og saffran grjónin og jógúrt sósan setja punktinn yfir i-ið.
Hummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.
Möndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima.
Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!