Hér kemur uppskrift af dásamlegri gulrótarköku sem er tilvalin fyrir páskana. Cadbury eggin eru bæði falleg og bragðgóð skreyting. Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is

Hitið ofninn í 170°C og spreyið 3 x 15 cm smelluform að innan með matarolíuspreyi (einnig gott að setja bökunarpappír í botninn fyrst en ekki nauðsynlegt).
Hrærið saman öll þurrefnin í hrærivélarskálinni og geymið
Pískið næst saman egg, olíu, súrmjólk og vanilludropa, blandið varlega saman við þurrefnin á lágum hraða
Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.
Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.
Kælið botnana og skerið síðan aðeins ofan af þeim til að jafna þá fyrir samsetningu.
Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst.
Bætið þá rjómaosti, vanilludropum og rjóma saman við og blandið saman.
Bætið flórsykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið og þeytið vel á milli.
Smyrjið góðu 1 cm lagi af kremi á milli botnanna og þekið kökuna síðan að utan með þunnu lagi af kremi, nema um 1 cm á toppnum.
Sprautið síðan litla toppa ofan á alla kökuna og setjið Cadbury egg á hvern topp. Gott er að nota stóran stjörnustút líkt og 1 M eða 2 D frá Wilton
Geymið kökuna í kæli.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 170°C og spreyið 3 x 15 cm smelluform að innan með matarolíuspreyi (einnig gott að setja bökunarpappír í botninn fyrst en ekki nauðsynlegt).
Hrærið saman öll þurrefnin í hrærivélarskálinni og geymið
Pískið næst saman egg, olíu, súrmjólk og vanilludropa, blandið varlega saman við þurrefnin á lágum hraða
Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.
Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.
Kælið botnana og skerið síðan aðeins ofan af þeim til að jafna þá fyrir samsetningu.
Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst.
Bætið þá rjómaosti, vanilludropum og rjóma saman við og blandið saman.
Bætið flórsykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið og þeytið vel á milli.
Smyrjið góðu 1 cm lagi af kremi á milli botnanna og þekið kökuna síðan að utan með þunnu lagi af kremi, nema um 1 cm á toppnum.
Sprautið síðan litla toppa ofan á alla kökuna og setjið Cadbury egg á hvern topp. Gott er að nota stóran stjörnustút líkt og 1 M eða 2 D frá Wilton
Geymið kökuna í kæli.