Gulrótarkaka

Rating0.0

Hér kemur uppskrift af dásamlegri gulrótarköku sem er tilvalin fyrir páskana. Cadbury eggin eru bæði falleg og bragðgóð skreyting. Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is 

SharePostSave
Magn1 skammtur
Botnar
 250 g hveiti
 150 g púðursykur
 130 g sykur
 2 tsk matarsódi
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk kanill
 ½ tsk salt
 ¼ tsk negull
 4 stk egg
 160 g ljós matarolía
 90 g súrmjólk
 2 tsk vanilludropar
 300 g gulrætur (fínt rifnar)
Krem og skreyting
 250 g smjör við stofuhita
 80 g philadelphia rjómaostur við stofuhita
 2 tsk vanilludropar
 1 msk rjómi
 680 g flórsykur
 2 stk Cadbury súkkulaðiegg (pokar)
Botnar
1

Hitið ofninn í 170°C og spreyið 3 x 15 cm smelluform að innan með matarolíuspreyi (einnig gott að setja bökunarpappír í botninn fyrst en ekki nauðsynlegt).

2

Hrærið saman öll þurrefnin í hrærivélarskálinni og geymið

3

Pískið næst saman egg, olíu, súrmjólk og vanilludropa, blandið varlega saman við þurrefnin á lágum hraða

4

Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.

5

Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.

6

Kælið botnana og skerið síðan aðeins ofan af þeim til að jafna þá fyrir samsetningu.

Krem og skreyting
7

Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst.

8

Bætið þá rjómaosti, vanilludropum og rjóma saman við og blandið saman.

9

Bætið flórsykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið og þeytið vel á milli.

10

Smyrjið góðu 1 cm lagi af kremi á milli botnanna og þekið kökuna síðan að utan með þunnu lagi af kremi, nema um 1 cm á toppnum.

11

Sprautið síðan litla toppa ofan á alla kökuna og setjið Cadbury egg á hvern topp. Gott er að nota stóran stjörnustút líkt og 1 M eða 2 D frá Wilton

12

Geymið kökuna í kæli.

MatreiðslaInniheldur, ,

Hráefni

Botnar
 250 g hveiti
 150 g púðursykur
 130 g sykur
 2 tsk matarsódi
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk kanill
 ½ tsk salt
 ¼ tsk negull
 4 stk egg
 160 g ljós matarolía
 90 g súrmjólk
 2 tsk vanilludropar
 300 g gulrætur (fínt rifnar)
Krem og skreyting
 250 g smjör við stofuhita
 80 g philadelphia rjómaostur við stofuhita
 2 tsk vanilludropar
 1 msk rjómi
 680 g flórsykur
 2 stk Cadbury súkkulaðiegg (pokar)

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hitið ofninn í 170°C og spreyið 3 x 15 cm smelluform að innan með matarolíuspreyi (einnig gott að setja bökunarpappír í botninn fyrst en ekki nauðsynlegt).

2

Hrærið saman öll þurrefnin í hrærivélarskálinni og geymið

3

Pískið næst saman egg, olíu, súrmjólk og vanilludropa, blandið varlega saman við þurrefnin á lágum hraða

4

Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.

5

Skafið deigið aðeins niður á milli og bætið síðan rifnum gulrótum saman við.

6

Kælið botnana og skerið síðan aðeins ofan af þeim til að jafna þá fyrir samsetningu.

Krem og skreyting
7

Þeytið smjörið þar til það verður létt og ljóst.

8

Bætið þá rjómaosti, vanilludropum og rjóma saman við og blandið saman.

9

Bætið flórsykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið og þeytið vel á milli.

10

Smyrjið góðu 1 cm lagi af kremi á milli botnanna og þekið kökuna síðan að utan með þunnu lagi af kremi, nema um 1 cm á toppnum.

11

Sprautið síðan litla toppa ofan á alla kökuna og setjið Cadbury egg á hvern topp. Gott er að nota stóran stjörnustút líkt og 1 M eða 2 D frá Wilton

12

Geymið kökuna í kæli.

Notes

Gulrótarkaka

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt…