fbpx

Fylltar krönsí kjúklingabringur með chili og sítrónu

Gómsæt og haustleg uppskrift, fylltar kjúklingabringur með rjómaosti, chili og sítrónu bornar fram með kartöflubátum og hvítlaukssósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 kjúklingabringur
 6 dl Eat real lentil chips chili & lemon
 1 egg
 1 dl spelt
 Salt & pipar
 Pam sprey
Fylling
 ½ Philadelphia rjómaostur
 1 msk safi úr sítrónu
 1-2 msk steinselja
 Hvítlauksrif
 Salt og pipar
Kartöflur
 10 kartöflur
 ½ dl ólífuolía
 1-2 msk ferskt timian (má vera þurrkað)
 1-2 msk fersk steinselja
 Salt & pipar
Sósa
 1 dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 ½ tsk hunang
 Lítið hvítlauksrif, pressað
 1 msk fersk steinselja, smátt söxuð
 2 msk rifinn parmigiano reggiano

Leiðbeiningar

Fylling
1

Byrjið á því að útbúa fyllinguna. Hrærið saman rjómaost, sítrónusafa, steinselju, hvítlauksrif, salt og pipar.

Kjúklingur
2

Dreifið snakkinu á disk, speltinu á annan disk og pískið eggið í skál.

3

Snyrtið kjúklingabringurnar og skerið gat í miðjuna á þeim þannig að úr verði vasi.

4

Fyllið bringurnar með rjómaostafyllingunni (gott að nota skeið).

5

Setjið snakkið í poka og rúllið yfir með kökukefli svo það verði að mulningi.

6

Veltið bringunum varlega upp úr speltinu (passið að fyllingin leki ekki út), egginu og síðan snakkinu.

7

Spreyið kjúklinginn með Pam spreyi og bakið í ca 40 mínútur við 190°C í eldföstu formi þöktu bökunarpappír

Kartöflur
8

Skerið kartöflurnar í báta og veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddinu. Bakið í 30-40 mínútur við 190°C. Veltið þeim reglulega.

Sósan
9

Á meðan kjúklingurinn og kartöflurnar eru í ofninum að bakast er kjörið að útbúa sósuna!

10

Blandið öllu hráefninu saman með skeið.

11

Mjög gott að bera réttinn fram með fersku salati.


Uppskrift frá Hildi Rut hjá Trendnet

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 kjúklingabringur
 6 dl Eat real lentil chips chili & lemon
 1 egg
 1 dl spelt
 Salt & pipar
 Pam sprey
Fylling
 ½ Philadelphia rjómaostur
 1 msk safi úr sítrónu
 1-2 msk steinselja
 Hvítlauksrif
 Salt og pipar
Kartöflur
 10 kartöflur
 ½ dl ólífuolía
 1-2 msk ferskt timian (má vera þurrkað)
 1-2 msk fersk steinselja
 Salt & pipar
Sósa
 1 dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 ½ tsk hunang
 Lítið hvítlauksrif, pressað
 1 msk fersk steinselja, smátt söxuð
 2 msk rifinn parmigiano reggiano

Leiðbeiningar

Fylling
1

Byrjið á því að útbúa fyllinguna. Hrærið saman rjómaost, sítrónusafa, steinselju, hvítlauksrif, salt og pipar.

Kjúklingur
2

Dreifið snakkinu á disk, speltinu á annan disk og pískið eggið í skál.

3

Snyrtið kjúklingabringurnar og skerið gat í miðjuna á þeim þannig að úr verði vasi.

4

Fyllið bringurnar með rjómaostafyllingunni (gott að nota skeið).

5

Setjið snakkið í poka og rúllið yfir með kökukefli svo það verði að mulningi.

6

Veltið bringunum varlega upp úr speltinu (passið að fyllingin leki ekki út), egginu og síðan snakkinu.

7

Spreyið kjúklinginn með Pam spreyi og bakið í ca 40 mínútur við 190°C í eldföstu formi þöktu bökunarpappír

Kartöflur
8

Skerið kartöflurnar í báta og veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddinu. Bakið í 30-40 mínútur við 190°C. Veltið þeim reglulega.

Sósan
9

Á meðan kjúklingurinn og kartöflurnar eru í ofninum að bakast er kjörið að útbúa sósuna!

10

Blandið öllu hráefninu saman með skeið.

11

Mjög gott að bera réttinn fram með fersku salati.

Fylltar krönsí kjúklingabringur með chili og sítrónu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…