Penne alla vodka pasta

Ef þig langar í ekta ítalskan pastarétt sem er bæði einfaldur og ómótstæðilega bragðgóður, þá er Penne alla Vodka fullkomið val. Þessi réttur sameinar rjómalagða tómatsósu með mildum kryddum, parmesanosti og léttum keim af vodka sem lyftir bragðinu upp á nýtt stig.

Skoða nánar
 

Súrdeigspizza með salsiccia og chilihunangi

Ekkert toppar góða heimagerða súrdeigspizzu með fullkominni blöndu af krydduðu, safaríku áleggi og stökkum botni. Þessi pizza sameinar djúpan bragðheim súrdeigsins, bragðmikla ítalska grillpylsu og sæta, kryddaða hlið chilihunangsins – ómótstæðileg blanda fyrir bragðlaukana.

Skoða nánar
 

Súrdeigspizza með rifinni önd

Pizza er vinsæl hjá mörgum og alltaf er gaman að smakka nýjar samsetningar af góðri pizzu. Hér er ein mjög góð með rifinni önd, bökuðum tómötum og balsamikgljáa, sem að við mælum með að þið prófið með góðu rauðvínsglasi.

Skoða nánar
 

Affogato með súkkulaði-krókant ís & heimagerðu ískexi

Þessi desert er fullkominn fyrir alla sanna kaffiunnendur! Affogato er dásamlegur ítalskur eftirréttur og líklega með þeim allra auðveldustu. Affogato þýðir „drekkt“ enda er ísnum drekkt í vel sterkum espresso. Í þessari útgáfu sem er aðeins sparilegri en aðrar, er uppistaðan heimagerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ísinn silkimjúkur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúlur. Í honum er einnig ljúffengt mjólkur- og krókant súkkulaði sem gerir hann algerlega ómótstæðilegan.
Punkturinn yfir i-ið er svo rjúkandi heitt espresso og heimagert ískex. Ég lagaði kaffið úr mínum allra uppáhalds baunum frá Rapunzel en það eru ekki margir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mikil synd!
Fyrir krakkana er kaffinu auðvitað sleppt en ísinn er ljúffengur eins og hann kemur fyrir en auðvitað er skemmtilegt að skella smá íssósu með og auka ískex!

Skoða nánar