Hátíðlegt waldorf salat sem passar með öllu

Hátíðlegt waldorf salat sem passar með öllu

Fyrir marga er algerlega ómissandi að hafa waldorf salat með jólamatnum. Þá skiptir ekki öllu hvort aðalrétturinn er hamborgarhryggur, kalkúnn eða hnetusteik. Stökk, fersk eplin ásamt selleríi, vínberjum og hnetum fara þó sérstaklega vel með þyngri steikum og bragðmiklum aðalréttum og þannig verður til einhver samsetning sem erfitt er að toppa.
Það er auðvitað ekki verra að það ótrúlega auðvelt að skella í salatið og það er snjallt að útbúa það daginn áður en á að bera það fram til að spara tíma. Við það verður það meira að segja enn betra!

Read more

Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauði

Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauði

Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós.
Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!

Read more

Þriggja tegunda súkkulaðibitakökur með möndlum og kaffi

Þriggja tegunda súkkulaðibitakökur með möndlum og kaffi

Það eiga margir sína tegund af súkkulaðibitakökum sem bakaðar eru fyrir hver jól á meðan aðrir leita í sífellu að hinni einu sönnu uppskrift og eru óhrædd við að prófa nýjar. Ég er líklega blanda af þessum tveimur týpum. Ég á mínar klassísku uppskriftir sem ég baka fyrir hver jól en vil samt halda áfram að þróa nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt. Þessi uppskrift er afrakstur þess síðarnefnda. Algerlega stórkostlegar smákökur sem hurfu hraðar ofan í fjölskyldumeðlimi en dögg fyrir sólu.
Og skal engan undra. Í þeim er dágott magn af ljúffengu lífrænu súkkulaði. Við erum að tala um mjólkursúkkulaði með möndlum, hvítt súkkulaði með kókos og 70% súkkulaði. Til þess að ýta enn frekar undir súkkulaðibragðið er í þeim skyndikaffiduft. Kaffibragðið finnst varla (krakkarnir gerðu allavega engar athugasemdir) en gerir samt ótrúlega mikið fyrir heildar útkomuna. Stökkar að utan og mjúkar að innan. Ég lofa að þetta er uppskrift sem þið viljið geyma og baka aftur og aftur!

Read more

Bökuð marmara súkkulaðiostakaka með rjómakremi

Bökuð marmara súkkulaðiostakaka með rjómakremi

Bakaðar ostakökur minna mig alltaf á Bandaríkin enda er töluvert algengara að ostakökur þar séu af þeirri gerðinni. Innihaldið er töluvert frábrugðið þeim sem við þekkjum kannski betur sem eru þá gjarnan með matarlími og án eggja.
Bragðið er algerlega himneskt og áferðin silkimjúk. Súkkulaðikexið passar sérstaklega vel með fyllingunni og rjómakremið fullkomnar svo verkið.
Það er hins vegar smávegis kúnst að baka svona ostakökur en ef nokkur atriði eru höfð í huga er það lítið sem ekkert mál. Passa þarf að nota smelluform sem er síðan klætt vel með plastfilmu og álpappír svo ekkert vatn komist inn í formið en best er að baka þær í vatnsbaði. Smá vesen en fullkomlega þess virði. Þær geymast nefnilega líka svo vel í kæli og ekkert mál að frysta þær.

Read more

Jólaleg eplakaka sem vermir hjörtu

Jólaleg eplakaka sem vermir hjörtu

Það er fátt jólalegra en epli og kanill en þetta samband hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Allra handa eplakökur eru fljótar að rjúka út á mínu heimili og þessi er engin undantekning. Þrátt fyrir að vera formkaka er hún dúnmjúk og kryddbragðið passar fullkomlega með eplunum. Það er nefnilega eplasafinn sem á stóran þátt í að gera hana mjúka og djúsí og gefur auðvitað ennþá betra eplabragð. Ég dustaði yfir hana flórsykri en því má auðvitað sleppa og setja jafnvel eitthvert krem en mér fannst hún bara svo góð svona eins og sér og ákvað að leyfa henni að njóta sín einni og sér.

Read more

Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Fyrir heslihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en heslihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við mælum með að prófa þessa hollu útgáfu af kakómjólk sem er laus við sykur og aukaefni og er þar að auki nærandi að saðsöm.

Mjólkin er góð ein og sér en líka góð sem grunnur í súkkulaðichiagraut, út í smoothie eða út í t.d. piparmyntute.

Read more