Grillréttir

Lambahamborgari

Gómsætur lambahamborgari með spældu eggi og rauðlaukssultu.

USA kjúklingurÍ sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt korn/maís sem var alveg hrikalega gott. Þetta var meðlæti með kjúklingnum ásamt kartöflumús og ég er búin að ætla að prófa að leika þetta eftir síðan ég kom heim. Það hafðist loks og þetta var algjört dúndur!
HumarsalatHér er á ferðinni undursamlegt og sumarlegt salat með grilluðum humri!
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríander dressinguÞessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir stærri hóp. Tandoori marineringin frá Patak‘s leikur hér stórt hlutverk enda dásamleg þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í indverskri eldamennsku.
Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósuHér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg. Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!
BBQ borgararÞað má hins vegar grilla hamborgara á ýmsa vegu og hér kemur ein undursamleg BBQ útfærsla fyrir ykkur sem er súpereinföld og bragðgóð!
Kjúklingaspjót og fylltir sveppirÞað er svo mikið vor í lofti þessa dagana að ég er komin með grillið í stuð aftur! Hér eru á ferðinni kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir með frönskum og kaldri sósu.
Nauta tatakiSælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.
1 2 3 4 13