Litlir ostabakkar10 litlir bakkar - Það má raða hverju sem hugurinn girnist í boxið en ég segi það þarf að vera eitthvað kex, kjöt, ostur, ber og sætt, þá eruð þið í góðum málum!Bænda dögurður, spælegg á foccaccia brauði með salati og kryddjurtumÞegar ég var í Ameríkuflugum í sumar fékk ég nokkra rétti sem ég hef ætlað mér að reyna að leika eftir…Ofnbakað croissant með jarðarberjum og rjómaostiGómsætur réttur sem er tilvalinn í sunnudagsbrönsinn, saumaklúbbinn, vinahittinga eða jafnvel í babyshower. Ofnbakað croissant með jarðarberjum, rjómaosti og toppað með hlynsírópi. Ljúfur réttur sem er sniðugt að skella í daginn áður form og baka morguninn eftir. Passar vel með ísköldu Prosecco eða jafnvel mímósu.Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrjuBrauðið tekur enga stund að gera og er þetta alveg tilvalið fyrir krakka jafnt sem fullorðna sem dögurður (brunch) eða bara þess vegna með kaffinu. Útkoman er dásamleg, ég meina hvað getur klikkað þegar Churros og French Toast eignast afkvæmi? Akkurat ekki neitt.Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capersBleikur hummus úr hvítum baunum, með rauðrófu og capers borinn fram með hinum litum regnbogans.
Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka.
Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi, útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompottOkkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það má auka við eða draga úr sætumagni ef vill. Lífræna hlynsírópið frá Rapunzel er dásamlegt í bakstur og auðvitað alveg ljómandi gott með pönnukökum eða vöfflum. Það er einnig stórgott að setja nokkra dropa í kaffið en þessir bitar eru einmitt alveg sérlega góðir með rjúkandi heitum kaffibolla.Poffertjes hollenskar pönnukökur með maple smjöriÉg er búin að ætla mér í þónokkurn tíma að gera nokkrar uppskriftir af góðgæti sem ég kynntist í hinni einu sönnu Ameríku. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Dutch pancakes eða Poffertjes var fyrr en ég fór á stað í New York sem heitir Le pain quotidien. Þar var á boðstólnum þessar dýrindis litlu kringlóttu pönnukökur sem voru bornar fram með banana og maple smjöri, og úff hvað þetta var gott. Poffertjes er mjög þekkt í Hollandi og kannast kannski margir sem hafa þangað komið við að hafa keypt sér poffertjes af götusölum. Hægt er að fá poffertjes með súkkulaðiáleggi, rjóma, síróp eða bara hverju því sem hugurinn girnist. Oftast er þó alltaf búið að sáldra flórsykri yfir. Svo ég lýsi nú aðeins hvað poffertjes er þá er það ekki svo langt frá hinum dönsku eplaskífum, nema í stað lyftidufts er notað ger og það eru engin epli í þeim. Til að geta bakað þær þarf maður helst að eiga sérstaka pönnu til verksins sem svipar mjög til eplaskífupönnu en það er akkurat eplaskífupanna sem ég notaði, sjá mynd neðst. Maple smjör er svo annað sem ég hafði aldrei bragðað áður en vá hvað það er gott. Hér er mikilvægt að nota gott gæða Maple síróp en ég notaði frá Rapunzel. Rapunzel Maple sírópið er hið fullkomna síróp til að nota í maple smjör. Það er Dökkt, kröftugt og gefur eins og karamellubragð. trénu verður það dekkra, bragðmeira sætara. Rapunzel er mjög vandað merki en Rapunzel framleiðir lífrænar vörur af ást og umhyggju og eru frumkvöðlar í lífrænni ræktun. Rapunzel leggur sérstaka áherslu ekki aðeins á gæði matarins heldur einnig á lífsgæði bændanna sem rækta hann. Vöfflur með Daim rjómaVöfflur með rjómaosta- og karamellurjóma sem slær alla útaf laginu!Pestósnúðar með hvítlauksrjómaostakremiEf þig langar í einhverja nýbreytni og skemmtilega öðruvísi gott þá eru þessir snúðar alveg málið. Best er að bera þá fram nýbakaða og heita.Lúxus chiagrauturKókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns, þetta var allt saman + meira var hreinlega algjör negla!Litlar ostakökur í glasi með hafrasúkkulaðikexi, jarðaberjum og vanilluÉg elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.Belgískar vöfflurÞið þurfið ekki að leita lengra eftir hinni fullkomnu uppskrift af belgískum vöfflum, sem er líka súpereinfalt að útbúaÁramóta ostakúlaGómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.Mangó lassi með ástaraldin og elsku OatlyLangar þig í nýtt bragð? Bragðbættu hreinu hafragúrtina frá Oatly með mangó og ástaraldin.Morgunverðar burritoÞetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.