Chilli límónu kjúklingurFrábær kjúklingaréttur sem bragðast eins og sumar á diski, kærkominn á dimmum dögum og hvað þá heitum sumardögum. Blandan af chili, límónu og kóríander klikkar seint.
Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapenoKjúklingabringur fylltar með Light Philadelphia rjómaosti, cheddar osti, fersku jalapeno og Jalapeno Tabasco sósu. Rétturinn er svo borinn fram með sætkartöflufrönskum með ljúffengri jalapeno sósu og avókadósalsa.
Þegar þú blikkar kjúklingasamlokanÞessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Tacos með madras kjúklingiHér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.
1 2 3 4 5 15