#majónes

Djúpsteiktar kjúklingalundir með sinnepssósuÞað er þannig með allt sem er djúpsteikt að það er auðvitað guðdómlegt. Sinnepssósan passar undurvel með þessu og nú mæli ég með því að þið prófið! Þessi réttur getur síðan ýmist verið snarl með góðum leik eða sem kvöldmatur, hádegismatur eða hvað sem ykkur dettur í hug!
Kalkúna klúbbsamlokaKlúbbsamloka er eitthvað sem allir elska! Kalkúnn, beikon og majónes borið fram með Stellu.
Parmesanhjúpuð langaSælkerahjúpur úr majónesi og parmesanosti sem passar með öllum hvítum fisk. Einfalt og gott!
Kjúklingalæri með sítrónu & kramdar kartöflurHér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott!
Klassískt sesarsalatHér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó.
Ljúffengir BBQ kjúklingastrimlarLúxus kjúklingastrimlar eins og þeir gerast bestir. Þeir eru mjúkir í gómsætum BBQ hjúp og bornir fram með gráðostasósu og kartöflubátum.
Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósuHér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg. Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!
Grænmeti tostadasEinfaldur réttur sem þið verðið að prófa! Stökkar spelt og hafra tortilla með dásamlegu krydduðu grænmeti og kjúklingabaunum, bræddum osti og gómsætri sósu
Ofurgott taco með andaconfitÉg segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
1 2 3 4 7