Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetumInstagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann í gang…. oft alltof seint á kvöldin. Sorry nágrannar..
Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu.Grískt salat með basil tófúteningum“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með pastarétt… salatið er líka hægt að borða bara eitt og sér.
Það er svo auðvitað hægt að nota tófúteningana í annarskonar salöt eins og t.d. quinoa eða pastasalöt eða útí pastasósuna eða sem hluta af fyllingu inní vefju eða pítu. Ég vona að færslan og uppskriftin veiti ykkur innblástur til að prófa ykkur áfram með tófú í sumar.“1001 nótt” smoothie skálÞað eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.
Ísey notar eplasafi úr kreistum eplum í smoothie-inn en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.
Það getur auðvitað verið ótrúlega þægilegt og fljótlegt að kaupa sér tilbúna smoothieskál á ferðinni en það eru allskonar kostir sem fylgja því að gera sér smoothieskál heima, það er bæði ódýrara en einnig gefur það svigrúm til að velja hráefnið og gera t.d. lífrænni útgáfu eins og hér að neðan og þú getur toppað skálinu með þínu eftirlæti.Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum. Fyrir einhverjum mánuðum fór ég að leita leiða til að spara í mat og það að elda úr baunum er sennilega besta sparnaðartipsið sem ég get gefið ykkur þegar það kemur að því að eyða minna í mat án þess að það komi niður á gæði næringar.
Ég fór að leggja kjúklingabaunir í bleyti og óvart varð til vikuleg rútína sem sparaði okkur matarkostnað, einfaldaði lífið og á sama tíma skapaði tilhlökkun hjá bragðlaukunum.
Ég legg 500gr af þurrum kjúklingabaunum í bleyti og nota hluta af þeim til að búa til falafel, restina síð ég og nota þá hluta fyrir hummus og svo verður yfirleitt afgangur en það er breytilegt hvað verður úr þeim. Stundum geymi ég afgangsbaunirnar til að steikja á pönnu og toppa salat eða súpur með, stundum geri ég kjúklingabaunasalat sem er vinsælt í nestissamlokur í skólann, en þær hafa líka ratað í orkukúlur sem var alls ekki vitlaus hugmynd. Við hreinlega elskum kjúklingabaunir og möguleikana sem þær bjóða uppá.
Uppskriftin geriri ráð fyrir að þið eigið matvinnsluvél.Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjumÞetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.
Ég myndi segja að þetta salat væri hið fullkomna “post workout” salat… það væri nú skemmtilegt að sjá það verða mainstream að fá sér salat eftir æfingu! Nánar um það afhverju basísk prótein eru góð eftir æfingu í story.
Ef þú ert hrædd/ur um að þú finnir moldarbragð af rauðrófunum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, engifer-sesamdressingin og ristuðu sesamfræin sjá um að láta það hverfa. Salatið er fullkomið sem hliðarsalat með hvaða rétti sem er, sem hluti af salati eða skemmtileg viðbót við núðluréttinn…. svo má líka bara borða það eitt og sér eins og ég gerði eftir þessa myndatöku.Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflumÁrstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt.
Hér erum við með algjöran hversdagspottrétt og algjör bónus að hráefnið er ódýrt, mettandi og að sjálfsögðu nærandi sem kannski skiptir öllu máli. Það sem skemmtilegra er að grunnuppskriftin býður uppá breytilega krydd möguleika. Hér erum við með sæt indversk krydd en kartöflur, hvítlaukur og steinselja passa líka einstaklega vel við grísk eða ítölsk krydd svo ég mæli með að prófa sig áfram eftir skapi dagsins og leika sér aðeins með krydd.
Er uppskriftin barnvæn? Þegar það kemur að mat þá er “barnvænt” mjög afstætt hugtak. Á mínu heimili er hún það, hver veit nema hún sé það líka á þínu heimili.
Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi. Grænu lífrænu linsurnar frá Rapunzel halda formi sínu við suðu svo þær eru líka frábærar í t.d. kalt linsusalat, einnig er hægt að spíra þær!Tær grænmetissúpaTær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu. Hægt er að bæta baunum útí hana ef maður vill eins og ég hef gert hér á myndinni sem gerir hana aðeins matmeiri og saðsamari. Án baunanna er hún líka algjörlega frábær, létt í maga og fullkomin súpa til að gefa meltingunni smá hvíld, súpan hentar því vel til að fara mjúklega útúr föstu.
Þú getur valið í raun hvaða grænmeti sem er, jafnvel haft kartöflur eða sætar kartöflur í henni. Ágætt að hafa sem viðmið að vökvinn sem fer í súpunni er sirka tvöfallt rúmmál grænmetissins.Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvartÞetta er súpan / linsurétturinn sem við munum elda í ferðalaginu í sumar! Þú þarft einn pott og hráefnið er þurrvara plús laukur og sítrón sem þarf ekki að vera í kæli, fullkomið til að taka með í langferðalagið og elda á prímusnum svo skemmir ekki hvað hún er næringaþétt og börnin mín og maðurinn minn ELSKA hana! Þegar við höfum eldað hana hér heima höfum við oftast hrísgrjón sem er hittari hjá krökkunum. Hún er ekki bara einföld heldur líka ofboðslega fljótleg.Heimagerð lífræn möndlujógúrtÉg hef reynt að borða sem mest basískt síðustu mánuði og möndlur hafa verið í uppáhaldi þar sem þær eru basískar. Ég geri möndlumjólk í hverri viku og langaði að prófa að gera jógúrt úr henni. Fyrstu tilraunir gáfu rosalega lítið hlutfall af þykkri jógúrt og mun meira af þunnum vökva eftir gerjunina. Það þýddi því ekki að hræra það saman nema vera með eitthvað til að binda. Ég prófaði mig áfram með chia en það varð bara alls ekki eins og ég vildi hafa það. Fyrr í vor sat ég fyrirlestra hjá náttúrulækni frá Perú þar sem hann talaði meðal annars um ýmsar jurtir og nefndi þar *Tara gum sem er notað til þykkja ýmislegt…. það fyrsta sem ég hugsaði var Möndlujórtin!! Ég yrði að prófa að nota það til að þykkja hana og nýta hráefnið betur. Vá hvað þetta er magnað efni, 100% náttúrulegt og loksins varð jógúrtin eins og ég vildi hafa hana! Þetta er búið að vera skemmtilegt tilraunaverkefni og mun ég svo sannarlega gera þessa aftur og aftur og aftur. Vegan, basísk og lífræn jógúrt algjörlega án allra aukaefna.Glútenlausar carob múffurÉg var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.
Ef þú ert ekki fyrir carob þá er að sjálfsögðu hægt að skipta því út fyrir kakó eða sleppa því alveg.Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressinguÞetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressinguHér erum við með salat með grænum ólífum, sólþurrkuðum tómötum og rauðlauk sem mér finnst passa svo vel saman og tahinisósan fer rosalega vel með ólífunum. Ég er að nota lífrænar ólífur frá Rapunzel en ég er mikil ólífukona og börnin mín elska ólífur og við erum öll sammála um að þetta séu langbestu grænu ólífurnar. Uppskriftin dugir mér í 3 fullar auðmeltanlegar máltíðir en salatið virkar alveg jafn vel sem meðlæti ef maður kýs það frekar. Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum.
Gott salat fyrir mér er salat sem uppfyllir skilyrðin um fjölbreytt bragð, áferð og fyllingu. Ég vil finna súrt, sætt og salt bragð, ég vil finna fyrir mjúkri og crunchy áferð og góð dressing er mikilvæg. Svo vil ég líka geta orðið södd af því svo það má vera bara frekar stórt. Það sem kannski er vanmetið en mér finnst líka mjög mikilvægt er að það sé fallegt og litríkt. Við höfum heyrt orðatiltækið að við borðum með augunum og það er bara hellingssannleikur í því. Við fáum vatn í munninn við það að sjá eitthvað girnilegt og er það augunum að þakka, augun senda skilaboð til heilans að máltíð sé í vændum og munnvatnsframleiðslan hefst sem er fyrsta stig meltingarinnar. Mæli með að prófa þetta meðvitað og athuga hvað þú upplifir. Lífrænt hrákex úr hörfræjumSíðustu vikur hef ég verið glúteinlaus og að prófa mig áfram með hráfæði og alltíeinu poppaði upp minning um hrákex með hörfræjum. Mig minnir að ég hafi smakkað svona kex í fyrsta sinn á gamla Gló veitingastaðnum þegar þau buðu alltaf uppá hráfæðirétt svo seinna fór mamma að spreyta sig á að gera svona kex…. þetta var mögulega áður en ég fékk áhuga á eldamennsku haha.
Jæja það var kominn tími á að endurskappa þessa minningu í eldhúsinu mínu. Ég nota þurkofn til að gera hrákexið en það er líka hægt að nota venjulegan bakaraofn. Ég var svo heppin að eignast þurkofn eftir að góð vinkona mín hún Audrey tók til í geymslunni og spurði mig hvort ég vildi eiga þurkofninn sem hún notaði aldrei. Hingað til hefur hann aðallega verið tekinn fram á sumrin til að gera grænkálssnakk en hann hefur komið sér einstaklega vel síðasta mánuðinn og er mögulega í stanslausri notkun. Þetta kex er eitt af því sem kemur úr þurrkofninum í hverri viku núna.Hrökkkex með karrý & epla kjúklingabaunasalatiGlútenlausa hrökkkexið frá Nairn‘s er alveg nýtt uppáhald hjá mér en það stökkt og létt í sér og passar ljómandi vel með allskonar góðum salötum og ostum. Það hentar sérlega vel þeim sem þurfa að sneiða hjá glúteni og óhætt er fyrir fólk með celiac sjúkdóm að njóta þess. Hrökkkexið er líka vegan og mig langaði að prófa að gera eitthvað djúsí vegan salat til að bera fram með því. Kjúklingabauna salatið kemur alveg ótrúlega á óvart og mæli eindregið með því að prófa þetta saman. Stórgott millimál eða sem léttur hádegismatur. Heimagerð möndlumjólk með kanil og vanilluHver er besta jurtamjólkin? Tegundirnar eru orðnar margar sem hægt er að kaupa útí búð sem er frábært og margar hverjar mjög góðar. Að mínu mati er þó engin sem toppar heimagerða möndlumjólk og ef þú hefur gert hana einu sinni er mjög líklegt að þú gerir hana aftur… og aftur! Það besta við heimagerða möndlumjólk er að þú veist nákvæmlega hvað er í henni og þú getur bragðbætt hana eins og þú vilt. Hér er ein með kanil, vanillu og döðlu til að sæta. Hún er æðisleg ein og sér, útá grautinn, í smoothieinn eða til að nota á over nigh oats.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.