Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexiÞessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar.
Þessar verðið þið að prófa!Ævintýralega góðar vegan snickers browniesAllt sem er með súkkulaði, jarðhnetum og karamellu er sjálfkrafa stórkostlegt. Þessar brownies toppa líklega allt og það sem meira er, þær eru vegan! Fyrst kemur þéttur og bragðmikill brownie botn. Ofan á hann kemur karamellan en hún er meðal annars gerð úr döðlum, hafrarjóma og hnetusmjöri. Þar næst koma salthnetur sem þrýst er aðeins ofan í karamelluna og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á. Það nær bara engri átt hvað þessar brownies eru stórkostlegar, látið ekki hugfallast þó það þurfi smávegis handavinnu til, þær eru fullkomlega þess virði.Fylltar ofnbakaðar kartöflur með chili baunum og ostiBakaðar kartöflur fylltar með bráðnum osti og bökuðum chili baunum? Já, takk! Fullkominn réttur sem er bæði einfaldur og ótrúlega bragðgóður. Það er geggjað að toppa réttinn með graslaukssósu sem setur punktinn yfir i-ið. Ef þið viljið extra djúsí útgáfu, þá er beikon klárlega málið!Jarðaberja & ástaraldin ostakakaFersk og góð ostakaka með Lu bastogne botni. Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu.
Uppskriftin myndi teljast til hollari smákaka, er glútenlaus og laus við hvítan sykur. Hún nýtur sín kannski bara betur í mars. Möndlumjölið er allavega til núna. Þær eru ekki ofursætar en gefa þér alveg þessa “smáköku” tilfinningu. Stökkar að utan og “tjúí” að innan. Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-& möndlusmjöEf þið farið í göngur, skíðaferðir eða stundið útivist sem útheimtir mikla orku þá er þetta fullkomið nesti fyrir ykkur! Nú eða bara ef þið eruð eins og ég, elskið hreinlega hvers kyns granóla stykki eða klatta sem pakkaðir eru af allskonar gúmmelaði og góðri næringu.
Þessir klattar eru svo hrikalega góðir og einfaldir, innihalda náttúrulega sætu og eru auk þess vegan! Mitt allra uppáhalds, kókos- og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur einstakt bragð og heldur þessu öllu saman ásamt banananum. Klattana er auðveldlega hægt að frysta og taka út eftir þörfum og svo er líka hægt að skipta út fræjunum fyrir aðra tegund eða möndlunum út fyrir aðrar hnetur eða jafnvel sleppa þeim og auka magn af öðru í staðinn. Þessa uppskrift er hægt að leika sér endalaust með!Oreo ostakakaDásamleg oreo ostakaka sem þarf ekki að baka bara kæla.Ofnbakaðar lax með hrísgrjónumFljótlegur og góður réttur! Snilldin við hann er að það er hægt að skella þessu saman á korteri, ganga frá öllu á meðan rétturinn er í ofninum í tuttugu mínútur. MargaritaMargarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita þekkt sem hið besta eldsneyti fyrir hvers kyns mannfagnaði. Í reynd er þó verið að vísa til konunnar sem drykkurinn heitir eftir, því hún var sannarlega til. Hún hét Margaret Sames, kölluð Margarita. Ótal útfærslur eru til af þessum klassíska kokteil þar sem bragðið er tekið í hinar og þessar áttir, en eitt eiga alvöru Margaritur sameiginlegt: Cointreau. Hin þrjú innihaldsefnin – ljóst tequila, lime-safi og salt á glasabarminn – eru hlutir sem hægt er að leika sér með og útfæra á ýmsa vegu, en enginn skyldi hrófla við kjarna málsins, hinum víðfræga franska appelsínulíkjör. Cointreau hefur ótvíræð áhrif á þau hanastél sem hann er blandaður í, og Margarita verður í senn ferskari á bragðið, bragðmeiri og í betra jafnvægi milli sætu og sýrni. Hinn frískandi appelsínukeimur Cointreau gefur ávaxtatón sem engin leið er að fá annars staðar frá. Frú Margaret Sames áttaði sig fljótlega á þessu lykilatriði og til er fræg tilvitnun þar sem hún segir: „Margarita án Cointreau er ekki saltsins virði.“Vegan og glútenlaus sveppasósa“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð.
Þetta er sveppasósa sem er létt í sér og minnir á gravy. Hún er að mestu lífræn, fyrir utan sveppina sem ég fann ekki lífræna, án aukaefna og glútenlaus. Passar vel með hnetusteik, með grænmetisbuffi, kartöflumúsinni… og ef þú spyrð krakkana mína þá má borða hana eintóma.
Hveiti er oft notað í sósur til að þykkja þær en hér nota ég kjúklingabaunamjöl sem inniheldur ekki glúten en virkar eins til þykkingar. Mörgum til mikillar gleði bætir það líka próteini í sósuna.Heitt Stroh súkkulaði með karamellusósuHeitt Stroh súkkulaði með karamellusósu. Drykkur sem færir ykkur yl í kroppinn.Ceasar salat með beikoni og heimagerðum brauðteningumSeasar salat með beikoni og heimagerðum brauðteningum. Þessi er uppskrift er himnasending fyrir ykkur sem elskið gott Ceasar salat.Lúxus lasagna með parmesan bechamel sósuLúxus lasagna með parmesan bechamel sósu. Klassískur ítalskur réttur sem allir í fjölskyldunni eiga eftir að elska.Risarækju taco með mangó salsa og hvítlauks-lime sósuDjúsí tortilla vefjur fylltar með risaækjum, mangó salsa og hvítlauks-lime sósu. Þessa uppskrift verðið þið að prófa við fyrsta tækifæri.Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cuminKasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka en ég þekki mig, ég er ekkert alltof mikið að skipuleggja langt fram í tímann og straxveikin er fljót að kikka inn ef mig langar í eitthvað.
Ég komst þó ekki upp með að stytta ferlið nema niður í rúman sólarhring til að ná súra bragðinu frá gerjuninni. Til að starta og flýta fyrir gerjuninni gríp ég í góðvini mína og góðgerlana frá Probi Original. Algjörlega hlutlausir á bragðið og þægilegir í notkun.
Eftir nokkrar tilraunir og margar kasjúhnetur,… þá er ég ótrúlega ánægð með þennan kasjúost sem hvarf vel ofan í afa og ömmur, vinkonur, krakka og pabba þeirra. Broddkúmenið (cumin) og zaatar gerir ostinn líka að annarskonar upplifun sem kemur á óvart.
Ath uppskriftin gerir 2 vænar ostakúlur og auðvitað er hægt að helminga uppskriftina fyrir bara eina kúlu. Persónulega fannst mér blenderinn minn þó ná skemmtilegri áferð þegar ég gerði uppskriftina stærri og svo er líka bara hundleiðinlegt að gera bara eina kúlu þegar þú getur gert tvær. Fullkomið að prófa þessa uppskrift fyrir helgina og bjóða vinum í kósíkvöld.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.