Ef þið eruð í leit að sparilegri tertu sem sómir sér vel á veisluborðinu þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hvert sem tilefnið er þá er þessi alger drottning, bæði er hún dásamlega falleg en hún smakkast einnig guðdómlega. Þessi blanda, kókos, bláber og silkimjúkt rjómaostakrem er algerlega himnesk en látið ekki blekkjast, hún virðist við fyrstu sýn í flóknari kantinum en er í raun tiltölulega einföld í gerð. Það er einnig hægt að gera hana daginn fyrir viðburð þar sem hún geymist vel í kæli.
Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.
Hér kemur uppskrift af dásamlegri gulrótarköku sem er tilvalin fyrir páskana. Cadbury eggin eru bæði falleg og bragðgóð skreyting. Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is
Sous vide ungnauta framfille með koníaks- grænpiparsósu, sannkölluð veisla á diskinn þinn.
Grilltíminn er að hefjast og páskarnir á næsta leyti. Tilvalið að draga fram grillið og galdra fram girnilega steik og með því.
Heitur brauðréttur í kvöldmatinn er afar góð hugmynd! Þessi réttur er nefnilega fullkominn hvort sem það er í veisluna eða sem máltíð fyrir fjölskylduna.
Það er eitthvað við stökkt brauð, bráðinn ost, safaríkan kjúkling og stökkt beikon sem er ómótstæðilegt! Þessi BLT samloka er næsta skref upp frá klassíkinni – með tvöföldum osti, Heinz BBQ sósu og Heinz majónesi sem lyftir þessu á annað level.
Ef þig langar í ekta ítalskan pastarétt sem er bæði einfaldur og ómótstæðilega bragðgóður, þá er Penne alla Vodka fullkomið val. Þessi réttur sameinar rjómalagða tómatsósu með mildum kryddum, parmesanosti og léttum keim af vodka sem lyftir bragðinu upp á nýtt stig.
Það er fátt sem toppar góðan kjúklingarétt sem ilmar af ferskum kryddjurtum. Þessi réttur sameinar safaríkan kjúkling með ilm af rósmaríni, sætar kartöflur og silkimjúka sveppasósu sem fullkomnar máltíðina.
Ekkert toppar góða heimagerða súrdeigspizzu með fullkominni blöndu af krydduðu, safaríku áleggi og stökkum botni. Þessi pizza sameinar djúpan bragðheim súrdeigsins, bragðmikla ítalska grillpylsu og sæta, kryddaða hlið chilihunangsins – ómótstæðileg blanda fyrir bragðlaukana.
Það er ekki að ástæðulausu að Sesar salat sé vinsælt – stökkt beikon, safaríkur kjúklingur, parmesan og djúsí dressing er blanda sem klikkar aldrei! Hér er vefju-útgáfan sem er fullkomin í hádeginu eða sem léttur kvöldmatur.
Brauðtertur eru klassík sem alltaf slá í gegn. Þessi er einföld en guðdómlega ljúffeng, eggjasalat með beikoni og smjörsteikt brauðtertubrauð.
Flat iron steik með steikhússósu og frönskum kartöflum. Tilvalin uppskrift fyrir helgina.
Ómótstæðilegt Pad thai með risarækjum. Frábær uppskrift fyrir ykkur sem elskið asíska matargerð.
Þessi uppskrift er svakalega einföld og skilar manni æðislegum pizzabotni en hún krefst smá þolinmæði þar sem deigið þarf að taka sig í 2 daga áður en pizzurnar eru bakaðar. Allt vel þess virði samt!