Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressinguÞetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.
„General Tso‘s“ kjúklingurÞessi kjúklingaréttur er kenndur við hershöfðingjann Zuo Zongtang sem alltaf var kallaður General Tso í Bandaríkjunum á nítjándu öld. Rétturinn fékk þetta nafn því umræddum hershöfðingja þótti hann góður! Ég hafði reyndar ekki hugmynd um þessa sögu fyrr en ég gúglaði hana en það var hún Tobba vinkona mín sem sagði við mig fyrir lööööööngu að ég þyrfti að gera svona uppskrift fyrir bloggið! Hér er hún því LOKSINS komin fyrir ykkur öll að njóta og ég vildi að ég hefði prófað fyrr, þetta svo rugl gott!
Möndlu- og súkkulaði cantucci með kaffinuÞessar cantucci kökur sem mér skilst að maður eigi ekki að kalla biscotti það sem það er víst bara „smákaka“ á ítölsku, eru algjörlega dásamlegar með góðum kaffisopa. Þær eru vegan og ótrúlega fljótlegt að henda í þær. Geymast síðan vel og haldast lengi góðar. Milt möndlubragðið fer sérlega vel með súkkulaðinu og ég mæli eindregið með því að dýfa þeim í góðan kaffibolla eins og latté með Oatly ikaffe haframjólkinni.
Pastasalat með ferskum mais, tómötum og kjúklingEinfalt og gómsætt kalt pastasalat með ferskum maís, fusilli pasta, tómötum, kjúklingi og fetaosti. Rétturinn er einnig ljúfur í veislum en þá er sniðugt að sleppa avókadó eða bæta því við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Mælum með að bera þetta fram með ísköldu rósavíni.
Taco ídýfaKaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna! Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!
Vaffla með laxiHrísgrjónavaffla með marineruðum laxi og majónesi. Frábær forréttur eða smáréttur með japönskum mat.
Vegan SjónvarpskakaSjónvarpskaka er ein af þeim kökum sem flestir sameinast um að þykja góð. Hún klárast alltaf upp til agna og eru bæði ungir og aldnir jafn sólgnir í hana. Hér er ég með vegan útgáfu og hana er gott að grípa í hvort sem þið eruð vegan eða þurfið að sleppa eggjum eða mjólk vegna ofnæmis. Rapadura hrásykurinn frá Rapunzel er sérstaklega góður þar sem notast á við púðursykur og hér prófaði ég að nota hann í kókostoppinn. Hann gefur gott karamellubragð sem passar einstaklega vel í þessa uppskrift.
HeimilisbakaSælkerabaka með kartöflumús, hakkfyllingu og smjördeigi.
Litlir ostabakkar10 litlir bakkar - Það má raða hverju sem hugurinn girnist í boxið en ég segi það þarf að vera eitthvað kex, kjöt, ostur, ber og sætt, þá eruð þið í góðum málum!
1 17 18 19 20 21 116