Krispí túnfiskskál

Fljótlegur og bragðgóður réttur sem er tilvalinn í hádeginu eða sem léttur kvöldverður. Stökk hrísgrjón, túnfiskur, japanskt majónes, Sriracha, gúrka og avókad er ljúffeng blanda..

Skoða nánar
 

Risarækju linguini með sítrónu, rósmarín & hvítlauk

Þessi pastaréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann dásamlega bragðgóður, einfaldur og einstaklega fljótlegur. Smakkast eins og besti pastaréttur á veitingastað og fallegur að bera fram. Það er tilvalið að skella í þennan fyrir saumaklúbbinn eða bera fram á heimastefnumóti og njóta í góðum félagsskap.
Bragðið af sítrónunni er alveg passlegt og sómir sér ljómandi vel kryddunum og risarækjunum. Ég mæli eindregið með því að prófa þennan næst þegar ykkur langar að bera fram eitthvað gott og fallegt.

Skoða nánar
 

Litlar brauðtertur með rækjusalati

Þeir sem geta ekki beðið eftir næstu fjölskyldusamkomu til að geta gætt sér á brauðtertu, þurfa ekki lengur að bíða heldur geta nú skellt í litlar og ljúffengar brauðtertur án sérstaks tilefnis.

Skoða nánar
 

Tandoori bleikja

Einföld og meistaralega góð uppskrift að Tandoori bleikju að hætti Friðrik V. Þessi réttur var í boði á Fiskideginum Mikla 2023 á Dalvík. Uppskriftin er fyrir 4 manns.

Skoða nánar