Grilluð satay kjúklingalæri

Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!

Skoða nánar
 

Brauðréttur með kjúklingi

Heitur brauðréttur í kvöldmatinn er afar góð hugmynd! Þessi réttur er nefnilega fullkominn hvort sem það er í veisluna eða sem máltíð fyrir fjölskylduna.

Skoða nánar
 

Fullhlaðið kjúklinga nachos

Helgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur með köldum bjór.

Skoða nánar
 

Grillaðir kjúklingaleggir með Tandoori sósu og hrísgrjónum

Það er bæði einfalt og ódýrt að grilla kjúklingaleggi og ég þori að fullyrða að þessi uppskrift sé ein af þeim betri. Ég ákvað að snyrta leggina og útbúa „lollipop“ eða sleikjó skurð á þeim, en þá er húðin af leggunum skorin frá og kjötinu þrýst niður þannig að leggurinn minnir helst á sleikjó.
Þetta er auðvitað hinn mesti óþarfi en kjúklingurinn smakkast einhvern veginn betur þegar hann er hanteraður á þennan hátt. Ég marineraði leggina í smástund áður en ég grillaði þá og penslaði svo extra tandoori sósu á þá. Meðlætið voru basmati hrísgrjón og tandoori sósa til að dýfa leggjunum í. Gæti ekki verið þægilegra!

Skoða nánar