Sænskar kókoskúlur eða “Delicatobollar”… nema hollari

Í Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það kom fyrir að sá stóri rataði í kerruna. Við buðum öllum sem komu í heimsókn til okkar uppá “Delicatoboll”. Þeir eru dæmi um svona vinsælt nammi/bakkelsi sem er óvart vegan. En þeir voru auðvitað stútfullir af sykri og smjörlíki. Kaffið í þeim er sennilega það sem gefur þeim sitt einkennandi bragð en þrátt fyrir kaffibragðið þá eru kúlurnar/boltarnir vinsælir hjá börnum og ég sem drekk ekki kaffi, og hef aldrei gert, elska þá.

Jæja ég ákvað að endurvekja þessa sænsku ánægju nema með hollara hráefni og ég verð að segja að útkoman er alveg keimlík! Nú horfum við á sænskt sjónvarp OG fáum okkur sænska heimigerða “Delicatobollar” hér heima á Íslandi. Ég elska að geta skapað smá sænska stemningu hér heima þar sem við finnum oft fyrir söknuði til Svíþjóðar en við áttum svo æðisleg 6 ár þar.

Skoða nánar
 

“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Ísey notar eplasafi úr kreistum eplum í smoothie-inn en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Það getur auðvitað verið ótrúlega þægilegt og fljótlegt að kaupa sér tilbúna smoothieskál á ferðinni en það eru allskonar kostir sem fylgja því að gera sér smoothieskál heima, það er bæði ódýrara en einnig gefur það svigrúm til að velja hráefnið og gera t.d. lífrænni útgáfu eins og hér að neðan og þú getur toppað skálinu með þínu eftirlæti.

Skoða nánar
 

Piparkökukúlur

Hvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið. Ég elska að nota lífrænar mjúkar kasjúhnetur í hrákúlur því þær eru pínu sætar en samt svo skemmtilega hlutlausar að öll krydd njóta sín svo vel.

Skoða nánar
 

Hrákúlur með kakó og appelsínubragði

Mig er lengi búið að langa að gera kakókúlur með appelsínubragði, mögulega því ég algjörlega elska þessa samsetningu, dökkt súkkulaði og appelsínudjús er mögulega mín fíkn. Ég lét svo loksins verða að því í aðdraganda afmælis míns í október, þegar ég var að plana smá afmælisboð fyrir mitt nánasta fólk. Þær urðu jafn góðar og ég ímyndaði mér svo ég varð að sjálfsögðu að bjóða uppá þær í litlu veislunni minni. “Þetta verður nammið okkar um jólin” sagði pabbi og það eru ágætis meðmæli get ég sagt ykkur því hann er alvöru sælkeri. Ég mæli heilshugar með þessum bráðhollu kúlum sem bragðast eins og nammi og litlum puttum gætu einnig þótt gaman að búa þessar til.

Ég vel alltaf að nota lífrænt hráefni í mínar hrákúlur og mig langar að taka það sérstaklega fram að þar sem börkurinn af appelsínunni er notaður þá er mikilvægt að nota lífræna appelsínu þar sem við viljum ekki nota börk með skordýraeitri í kúlurnar. Ef þú finnur ekki lífræna appelsínu þá myndi ég skipta út berki fyrir meiri appelsínusafa.

Skoða nánar
 

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Þegar ég er að gera svona hollustu nammi þá finnst mér algjört must að velja hráefnin vel og velja lífrænar vörur. Í uppskriftina nota ég lífrænar möndlur, kakó, kókosolíu og kókos frá Rapunzel en það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænar þurrvörur. Þú finnur Rapunzel vörurnar m.a. í Fjarðarkaup og Nettó.

Skoða nánar
 

Carobkúlur

Einföld uppskrift að carobkúlum en það er geggjað að eiga svona orkukúlur í ísskápnum eða frystinum.

Skoða nánar
 

Súkkulaði & möndlu orkukúlur

Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku.

Skoða nánar