BBQ pylsuspjót

BBQ pylsuspjót

Þessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað raðað á spjótin eftir sínum óskum. Kartöflurnar eru að mínu mati ómissandi með pylsunum og svo þarf ekkert annað nema tómatsósu og sinnep með þessu!

Read more

Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu

Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu

Ég gerði marineringuna frá grunni, naan brauðið og raita jógúrtsósuna en sósan sem lambakjötið fer í er keypt tilbúin. Ég bragðbætti hana örlítið eftir eigin smekk en þess þarf auðvitað ekkert, en það er svo skemmtilegt. Lambakjötið er úrbeinað læri sem ég skar síðan í bita og marineraði í jógúrtmarineringu. Þræddi bitana upp á spjót og grillaði. Setti sósuna í pott og bragðbætti örlítið og setti tilbúið lambakjötið í sósuna. Naan brauðið er það allra besta með þessum rétti og saffran grjónin og jógúrt sósan setja punktinn yfir i-ið.

Read more