Grilluð satay kjúklingalæri

Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!

Skoða nánar
 

Fylltar ofnbakaðar kartöflur með chili baunum og osti

Bakaðar kartöflur fylltar með bráðnum osti og bökuðum chili baunum? Já, takk! Fullkominn réttur sem er bæði einfaldur og ótrúlega bragðgóður. Það er geggjað að toppa réttinn með graslaukssósu sem setur punktinn yfir i-ið. Ef þið viljið extra djúsí útgáfu, þá er beikon klárlega málið!

Skoða nánar
 

Tandoori lamb með saffran hrísgrjónum, heimagerðu naan brauði og jógúrtsósu

Indverskur matur hefur verið í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni um árabil. Hvort sem við styttum okkur leið með góðum tilbúnum sósum eða gerum allt frá grunni skiptir okkur ekki öllu máli. Hérna blanda ég saman þessum tveimur leiðum. Ég gerði marineringuna frá grunni, naan brauðið og raita jógúrtsósuna en sósan sem lambakjötið fer í er keypt tilbúin. Ég bragðbætti hana örlítið eftir eigin smekk en þess þarf auðvitað ekkert, en það er svo skemmtilegt. Það má allt!
Lambakjötið er úrbeinað læri sem ég skar síðan í bita og marineraði í jógúrtmarineringu. Þræddi bitana upp á spjót og grillaði. Setti sósuna í pott og bragðbætti örlítið og setti tilbúið lambakjötið í sósuna. Naan brauðið er það allra besta með þessum rétti og saffran grjónin og jógúrt sósan setja punktinn yfir i-ið.

Skoða nánar
 

BBQ kjúklingaspjót og makkarónusalat

Það er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.

Skoða nánar