Jólaleg eplakaka sem vermir hjörtu

Það er fátt jólalegra en epli og kanill en þetta samband hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Allra handa eplakökur eru fljótar að rjúka út á mínu heimili og þessi er engin undantekning. Þrátt fyrir að vera formkaka er hún dúnmjúk og kryddbragðið passar fullkomlega með eplunum. Það er nefnilega eplasafinn sem á stóran þátt í að gera hana mjúka og djúsí og gefur auðvitað ennþá betra eplabragð. Ég dustaði yfir hana flórsykri en því má auðvitað sleppa og setja jafnvel eitthvert krem en mér fannst hún bara svo góð svona eins og sér og ákvað að leyfa henni að njóta sín einni og sér.

Skoða nánar
 

Karamellu- og súkkulaði smákökur

Það styttist í jólin og það þýðir að smákökubaksturin er hafinn! Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar – bragðgóðar, stökkar, með dökku súkkulaði og ljúffengri Werther’s söltuðum karamellu. Fullkomnar fyrir þennan árstíma!

Skoða nánar
 

Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetum

Á mínu heimili er allt bakkelsi sem inniheldur banana sívinsælt og klárast jafnan samstundis. Þessar múffur eru engin undantekning og kláruðust á augabragði. Kanillinn og pekanhneturnar gefa þeim aðeins haustlegan blæ og það er algjör lúxus að toppa þær síðan með karamellunni.
Ég nota kókosolíu í þær en það kemur bara örlítill kókoskeimur af henni sem mér finnst passa svo vel með bananabakstri. Og eins og með flest bakkelsi frystast þær mjög vel. Ég mæli þá með því að setja karamelluna ofan á þegar á að bera þær fram. Það er auðvitað hægt skipta hnetunum út fyrir aðra tegund en pekanhnetur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Skoða nánar
 

Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaði

Þessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan ‏þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem ‏þarf einmitt ‏þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með ‏því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.

Skoða nánar
 

Dásamleg mokkakaka með þeyttri núggatmús

Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum.

Ég mæli líka með að prófa að setja deigið í möffinsform og gera bollakökur!

Skoða nánar
 

Espresso bananakaka með vanillu, kanil og kaffikremi

Kökur með kaffibragði eru bestar og ég reyni að troða kaffi í helst sem flest. Gott og vel, smá ýkjur en ég er mjög hrifin af öllu sem kaffibragð er af. Þessi blanda, bananar, vanilla, kanill og kaffi hljómar eins og eitthvað sem gæti alls ekki passað saman en því fer fjarri. Þetta er þvert á móti stórkostleg blanda sem ég mæli með að þið prófið. Kakan sjálf er mjög mjúk en aðeins þétt í sér. Kremið er síðan svo ólýsanlega gott að ég ætla ekki að reyna það. Aðferðin við það er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast en passar svo vel með kökunni. Og líklega flestum kökum ef því er að skipta.

Skoða nánar
 

Allra besta heimabakaða fjölkornabrauðið

Þetta brauð baka ég mjög reglulega og hef gert í meira en áratug. Það er svo dásamlega einfalt, bragðgott og saðsamt. Það tekur enga stund að skella í það og smakkast dásamlega volgt með smjöri og osti eða bragðmiklum hummus. Ég nota allskonar fræ sem mér þykja góð í brauðið og heslihneturnar og kókosinn gefa virkilega gott bragð. Ég rista heslihneturnar áður en það er ekki nauðsynlegt. Svo má auðvitað sleppa þeim ef ofnæmi er til staðar t.d.
Uppskriftin gæti svo hæglega verið vegan, eina sem þarf þá að gera er að skipta hunanginu út fyrir hlynsíróp. Ég mæli ekki með því að sleppa sætunni því hún ýtir einhvern veginn undir bragðið af öllum fræjunum og hnetunum.

Upphaflega var þetta uppskriftin af „Gló brauðinu“ en uppskriftin hefur þróast mikið þó grunnurinn sé alltaf hinn sami

Skoða nánar
 

Guðdómleg gulrótarkaka með ristuðum pekanhnetum og rúsínum

Gulrótarkökur hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds. Ég veit í sannleika sagt ekki af hverju ég hef ekki sett hana fyrr á síðuna en hún klárast alltaf upp til agna og er í miklu uppáhaldi hjá fleirum en mér. Í þessari er hellings næring og aðeins minni sykur en í þeim mörgum. Kókosolían frá Rapunzel er bragðlaus og frábær í bakstur eins og þessa köku. Ég nota einnig hafrahveiti á móti venjulegu hveiti en það gefur mjög gott bragð. Hafrarnir gera hana aðeins lausari í sér en hún er vel djúsí svo það kemur ekki að sök. Hún er svo toppuð með allra besta rjómaostakreminu og söxuðum pekanhnetum.

Skoða nánar