Ostamús með kanil-eplum, hnetum og karamellu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Þeytið rjóma þar til hann er full þeyttur og setjið í skál til hliðar.
Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og fínn, setjið vanilludropa og kanil saman við og hrærið.
Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif.
Bræðið sykurlausu karamellurnar með 2 msk af rjóma yfir lágum hita. Látið karamelluna kólna og hrærið henni svo saman við rjóma- og ostablönduna með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu, afhýðið eplin, skerið þau í bita og grófsaxið pekanhneturnar. Setjið eplin og hneturnar á pönnuna, stráið kanil yfir og steikið létt þar til eplin eru orðin aðeins brúnuð.
Setjið eplablönduna í botninn á glasi eða skál, ca 1 msk. Sprautið rjómaostamús yfir og svo til skiptis þar til glasið er orðið fullt. Endið á því að setja eplablöndu á toppinn.
Bræðið meira af karamellum í potti yfir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma og setjið yfir hverja og eina ostamús.
Hráefni
Leiðbeiningar
Þeytið rjóma þar til hann er full þeyttur og setjið í skál til hliðar.
Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og fínn, setjið vanilludropa og kanil saman við og hrærið.
Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif.
Bræðið sykurlausu karamellurnar með 2 msk af rjóma yfir lágum hita. Látið karamelluna kólna og hrærið henni svo saman við rjóma- og ostablönduna með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu, afhýðið eplin, skerið þau í bita og grófsaxið pekanhneturnar. Setjið eplin og hneturnar á pönnuna, stráið kanil yfir og steikið létt þar til eplin eru orðin aðeins brúnuð.
Setjið eplablönduna í botninn á glasi eða skál, ca 1 msk. Sprautið rjómaostamús yfir og svo til skiptis þar til glasið er orðið fullt. Endið á því að setja eplablöndu á toppinn.
Bræðið meira af karamellum í potti yfir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma og setjið yfir hverja og eina ostamús.