fbpx

Werther´s Original sykurlaus ostamús með eplum og hnetum

Ostamús með kanil-eplum, hnetum og karamellu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk kanill
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi
Toppur
 2 rauð Val Venosta epli
 100 g pekanhnetur
 1 tsk kanill
 1 msk smjör
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjóma þar til hann er full þeyttur og setjið í skál til hliðar.

2

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og fínn, setjið vanilludropa og kanil saman við og hrærið.

3

Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif.

4

Bræðið sykurlausu karamellurnar með 2 msk af rjóma yfir lágum hita. Látið karamelluna kólna og hrærið henni svo saman við rjóma- og ostablönduna með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

5

Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu, afhýðið eplin, skerið þau í bita og grófsaxið pekanhneturnar. Setjið eplin og hneturnar á pönnuna, stráið kanil yfir og steikið létt þar til eplin eru orðin aðeins brúnuð.

6

Setjið eplablönduna í botninn á glasi eða skál, ca 1 msk. Sprautið rjómaostamús yfir og svo til skiptis þar til glasið er orðið fullt. Endið á því að setja eplablöndu á toppinn.

7

Bræðið meira af karamellum í potti yfir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma og setjið yfir hverja og eina ostamús.


Uppskrift frá Thelmu Þorbergsdóttir.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g Philadelphia rjómaostur
 200 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk kanill
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi
Toppur
 2 rauð Val Venosta epli
 100 g pekanhnetur
 1 tsk kanill
 1 msk smjör
 80 g sykurlausar Werther´s Original Creamy Toffees karamellur
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjóma þar til hann er full þeyttur og setjið í skál til hliðar.

2

Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og fínn, setjið vanilludropa og kanil saman við og hrærið.

3

Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif.

4

Bræðið sykurlausu karamellurnar með 2 msk af rjóma yfir lágum hita. Látið karamelluna kólna og hrærið henni svo saman við rjóma- og ostablönduna með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

5

Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu, afhýðið eplin, skerið þau í bita og grófsaxið pekanhneturnar. Setjið eplin og hneturnar á pönnuna, stráið kanil yfir og steikið létt þar til eplin eru orðin aðeins brúnuð.

6

Setjið eplablönduna í botninn á glasi eða skál, ca 1 msk. Sprautið rjómaostamús yfir og svo til skiptis þar til glasið er orðið fullt. Endið á því að setja eplablöndu á toppinn.

7

Bræðið meira af karamellum í potti yfir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma og setjið yfir hverja og eina ostamús.

Werther´s Original sykurlaus ostamús með eplum og hnetum

Aðrar spennandi uppskriftir