Fljótlegur og einfaldur pastaréttur sem klikkar ekki
Hitið vatn í rúmgóðum potti. Þegar suðan er komin upp setjið sjávarsalt þar í. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkningu.
Setjið ostana saman í skál ásamt svörtum pipar og bætið smá vatni saman við svo úr verði þykkt mauk.
Rétt áður en pastað er fulleldað setjið pastað á pönnu ásamt smá pastavatni og bætið ostamaukinu saman við.
Hrærið stöðugt í 1-2 mínútur.
Setjið pasta á disk og rífið parmesan og pecorino ost yfir.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki