Veganvefjur uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Veganvefjur

  , , ,   

júní 18, 2019

Bragðmilkar vefjur með vegan áleggi og osti.

Hráefni

1 pakki Mission tortillakökur með kínóa og chia

1 pakki Vegan Deli Smoked ostur

1 pakki Vegan Deli Naturel álegg

1 pakki Vegan Deli Roulade De Paris álegg

Lambhagasalat

1 dós Oatly hafrasmurostur

1 dós Oatly sýrður rjómi

2 stk hvítlauksgeirar, pressaðir

1 stk chili, saxaður

3 msk ferskur kóríander

1 stk græn paprika, skorin í strimla

1 stk rauð papríka, skorin í strimla

Salt og pipar

Tabasco® sósa eftir smekk

Leiðbeiningar

1Hrærið hafrasmurost saman við salt, pipar, hvítlauk, chili og kóríander.

2Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og bætið við osti og áleggjum ásamt salati og papriku.

3Rúllið vefjunum upp og skerið í litla bita.

4Berið fram með Oatly sýrðum rjóma og Tabasco®.

00:00