"Oatly þeytirjóminn er svo mikill gamechanger í vegan eftirréttum, elska´nn!" Einföld og þétt súkkulaðitrufflumús með rjóma og jarðaberjum.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið súkkulaðið af hitanum og bætið einum pela af Oatly VISP rjóma saman við súkkulaðið og blandið vel.
Skiptið súkkulaði rjómablöndunni í 4 falleg glös (til að bera fram í) og komið fyrir inní ísskáp í ca 30 mínútur eða þar til komið á fast form.
Skreytið svo með þeyttum Oatly VISP rjóma og jarðaberjum.
Verði ykkur að góðu.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4