Fljótlegt og einfalt Vegan rjómapasta með pestó

Uppskrift
Hráefni
Olía
1/2 geiralaus hvítlaukur
1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
1/2 askja Oatly hafrasmurostur (þessi blái)
3-4 dl oatly hafrarjómi
1/2 krukka grænt pestó frá Rapunzel (eða meira fyrir meira pestóbragð)
500 g spaghetti frá De Cecco
Grænar ólívur frá Rapunzel
Klettasalat
Salt
Leiðbeiningar
1
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, mæli með að setja smá olíu og salt í pottinn.
2
Steikið smátt skorinn hvítlauk í smá olíu á pönnu í örskamma stund, rétt aðeins til að mýkja hann.
3
Blandið hafrasmurosti, hafrarjóma, grænmetiskrafti og pestó útá pönnuna og leyfið að malla.
4
Hellið vökvanum af spaghettíinu þegar það er tilbúið og blandið saman við sósuna.
5
Berið fram með grænum ólívum og klettasalati og saltið eftir smekk.
Uppskrift frá Hildi Ómars
Hráefni
Olía
1/2 geiralaus hvítlaukur
1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
1/2 askja Oatly hafrasmurostur (þessi blái)
3-4 dl oatly hafrarjómi
1/2 krukka grænt pestó frá Rapunzel (eða meira fyrir meira pestóbragð)
500 g spaghetti frá De Cecco
Grænar ólívur frá Rapunzel
Klettasalat
Salt