Print Options:








Vegan rjómalagað pasta

Magn1 skammtur

Vegan rjómalagað pasta með sveppum, sólþurrkuðum tómötum og stökkum smokey kókosflögum.

 500 gr De Cecco pastaskrúfur
 1,5 msk vegan smjör
 250 gr sveppir
 1 msk sojasósa
 1 geiralaus hvítlaukur
 1 krukka sólþurrkaðir tómatar frá Rapunzel (120gr)
 1 grænmetisteningur (eða sveppa)
 650-700 ml Oatly hafrarjómi
 Graslaukur
Stökkt smokey kókosflögur:
 2 dl Rapunzel kókosflögur (þessar stóru)
 1/2 tsk reykt paprikukrydd
 1/2 tsk sojasósa
1

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.

2

Steikið smátt saxaða sveppi ásamt hvítlauknum í smjörinu og sojasósu þar til sveppirnir hafa tekið á sig lit og skroppið saman, því næst er smátt söxuðum sólþurrkuðum tómötum bætt við útá pönnuna og steikir ásamt sveppunum og hvítlauknum í nokkrar mínútur í viðbót. Rjómanum er svo hellt útá ásamt grænmetistening og sósan látin malla þar til rjóminn nær upp suðu og þykknar aðeins.

3

Kókosflögurnar eru steiktar á þurri pönnu ásamt kryddinu og soja í ca 2 mínútur.

4

Berið fram pastaskrúfurnar ásamt rjómasósunni og toppið með stökkum kókosflögum og graslauk.

Tips 1:
5

Ekki hella olíunni af sólþurrkuðu tómötunum. Geymið hana og notið til steikingar seinna enda viljum við ekki olíu í niðurfallið!

Tips 2:
6

Hægt er að spara uppvaskið með því áð byrja á að útbúa stökku kókosflögurnar og nota svo sömu pönnu fyrir sósuna.