fbpx

Vegan ostasalat

Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína með mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 dl Oatly sýrður rjómi
 1 dl vegan mæjónes
 1 tsk paprika krydd
 1 tsk laukduft
 ¼ tsk cayanne
 1 stk vegan ostur 200gr
 1 stk lítil papríka (2 dl smátt skorin)
 2 dl smátt skorinn púrrulaukur (eða vorlaukur)
 2 dl smátt skorin rauð vínber
 ¾ dl ananaskurl (reyna að láta sem mestan vökva renna af)

Leiðbeiningar

1

Ostur, grænmeti og vínber skorin smátt og svo er öllu blandað saman. Smakkið til og saltið eftir þörf.

2

Einfaldara verður það ekki. Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, , MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 dl Oatly sýrður rjómi
 1 dl vegan mæjónes
 1 tsk paprika krydd
 1 tsk laukduft
 ¼ tsk cayanne
 1 stk vegan ostur 200gr
 1 stk lítil papríka (2 dl smátt skorin)
 2 dl smátt skorinn púrrulaukur (eða vorlaukur)
 2 dl smátt skorin rauð vínber
 ¾ dl ananaskurl (reyna að láta sem mestan vökva renna af)

Leiðbeiningar

1

Ostur, grænmeti og vínber skorin smátt og svo er öllu blandað saman. Smakkið til og saltið eftir þörf.

2

Einfaldara verður það ekki. Verði ykkur að góðu.

Vegan ostasalat

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…