Vegan Ólífu Pestó Snúðar… á korteri

  

september 23, 2020

Bragðmiklir og djúsí snúðar sem eru tilbúnir á korteri

Hráefni

XXL tilbúið pizza deig í rúllu

1 krukka rautt pestó frá Rapunzel

1 askja Oatly hafrasmurostur (þessi blái)

15-20 stk grænar ólífur (ég notaði frá Rapunzel)

15-20 stk svartar ólífur

1 gulur laukur

1/4 tsk salt

2 msk olía

1/2 geiralaus hvítlaukur

Leiðbeiningar

1Blandið pestóinu við hafra smurostinn í skál ásamt saltinu.

2Skerið lauk og ólífur smátt.

3Fletjið út pizzadeigið og smyrjið pestósmurostablöndunni á og dreifið ólífum og lauk jafnt yfir deigið og rúllið deiginu upp og skerið í snúða.

4Raðið snúðunum á ofnplötu.

5Útbúið hvítlauksolíu með því að rífa niður hvítlaukinn og blanda við olíuna.

6Penslið snúðana með hvítlauksolíunni.

7Bakið snúðana í ofni á 200 gráðum í ca 12 mínútur eða þar til þeir virðast tilbúnir.

Uppskrift eftir Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.