Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum. Ég tók mér smá skáldaleyfi með þessa en fullyrði að þessi er eins sú allra besta sem ég hef smakkað. Vegan eða ekki. Botninn er heimagert hafrakex og það er auðvitað vegan líka. Uppskriftin af kexinu er frekar stór en það kemur ekki að sök þar sem það er fljótt að hverfa ofan í heimilisfólk. Fyllingin samanstendur af kasjúhnetum sem lagðar voru í bleyti og Oatly tyrkneska jógúrtinu en mér finnst það henta sérlega vel í tertur eins og þessa. Fyllingin er frekar mjúk og heldur sér ágætlega en ég bera hana samt hálffrosna. Ef þið viljið hafa hana stífari mæli ég með að setja 1 tsk af agar agar dufti í fyllinguna. Jarðarberjasósuna er hægt að frysta með kökunni eða setja hana yfir eftir á, hvorutveggja er alveg ljómandi.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að setja kasjúhnetur í bleyti daginn áður. Það er hægt að sleppa þessu skrefi og láta þær liggja í sjóðandi vatni í 30 mín.
Bakið kexið í botninn samkvæmt uppskrift og kælið.
Setjið innihaldsefni í botninn í matvinnsluvel og vinnið smátt. Þrýstið í botninn á 20cm smelluformi sem hefur verið klædd bökunarpappír. Kælið.
Útbúið fyllinguna með því að setja öll innihaldsefni í kraftmikinn blandara. Vinnið þar til algjörlega kekkjalaust. Takið kexbotninn úr kæli og hellið fyllingunni yfir. Sléttið yfirborðið og setjið í frysti.
Útbúið jarðarberjasósuna með því að sjóða saman berin og hlynsírópið. Þegar berin eru soðin og farin að maukast, látið mesta hitann rjúka úr og maukið í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Hérna getið þið sett sósuna í krukku og geymt þar til kakan er borin fram eða sett hana strax yfir fyllinguna og fryst með kökunni.
Takið kökuna úr frysti með 20 mín fyrirvara, berið fram með ferskum jarðarberjum og ef til vill meiru af sósunni.
Hnoðið öllu saman í skál, fletið út á bökunarpappír með kökukefli (notið smá hveiti til að það festist ekki við keflið), setjið bökunarpappírinn með deiginu á ofnplötu, skerið í deigið með pizzahjóli til að móta fyrir kexkökum ef vill. Bakið við 180°C í 20 mín eða þar til kexið verður gyllt. Leyfið kexinu að kólna alveg áður en það er notað í botninn.
Setjið ber ásamt sírópi í lítinn pott. Sjóðið saman við vægan hita þar til berin eru orðin mjúk í gegn og farin að maukast aðeins. Látið mesta hitann rjúka úr og setjið í matvinnsluvél og maukið.
Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að setja kasjúhnetur í bleyti daginn áður. Það er hægt að sleppa þessu skrefi og láta þær liggja í sjóðandi vatni í 30 mín.
Bakið kexið í botninn samkvæmt uppskrift og kælið.
Setjið innihaldsefni í botninn í matvinnsluvel og vinnið smátt. Þrýstið í botninn á 20cm smelluformi sem hefur verið klædd bökunarpappír. Kælið.
Útbúið fyllinguna með því að setja öll innihaldsefni í kraftmikinn blandara. Vinnið þar til algjörlega kekkjalaust. Takið kexbotninn úr kæli og hellið fyllingunni yfir. Sléttið yfirborðið og setjið í frysti.
Útbúið jarðarberjasósuna með því að sjóða saman berin og hlynsírópið. Þegar berin eru soðin og farin að maukast, látið mesta hitann rjúka úr og maukið í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Hérna getið þið sett sósuna í krukku og geymt þar til kakan er borin fram eða sett hana strax yfir fyllinguna og fryst með kökunni.
Takið kökuna úr frysti með 20 mín fyrirvara, berið fram með ferskum jarðarberjum og ef til vill meiru af sósunni.
Hnoðið öllu saman í skál, fletið út á bökunarpappír með kökukefli (notið smá hveiti til að það festist ekki við keflið), setjið bökunarpappírinn með deiginu á ofnplötu, skerið í deigið með pizzahjóli til að móta fyrir kexkökum ef vill. Bakið við 180°C í 20 mín eða þar til kexið verður gyllt. Leyfið kexinu að kólna alveg áður en það er notað í botninn.
Setjið ber ásamt sírópi í lítinn pott. Sjóðið saman við vægan hita þar til berin eru orðin mjúk í gegn og farin að maukast aðeins. Látið mesta hitann rjúka úr og setjið í matvinnsluvél og maukið.