Nachos veisla með steiktum baunum og hafrarjómaosti.
Skerið lauk smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauk og smjörbaununum saman við. Kryddið með cumin, chiliflögum, salti og pipar.
Blandið salsasósunni saman við.
Dreifið nachos flögum í botninn á eldföstu móti og setjið smjörbaunablönduna yfir.
Hitið smurostinn í potti þar til hann þynnist aðeins og hellið yfir blönduna (það er auðveldara að dreifa ostinum yfir þegar hann er heitur).
Hitið ofninn í 190°c á blæstri. Bakið í ofni í 10-15 mínútur.
Skerið avókadó og tómata smátt. Blandið saman og bætið límónusafanum yfir. Kryddið með salti og pipar.
Hellið avókadóblöndunni yfir nachosréttinn ásamt smátt skornu kóríander.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki