fbpx

Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum

Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Vökvi úr einni dós af kjúklingabaunum, ég notaði frá Rapunzel
 1/2 bolli flórsykur eða fínt malaður hrásykur
 1/2 tsk sítrónusafi
 1/4 tsk cream of tartar
 1 peli Oatly visp þeytirjómi
 1 msk flórsykur
 1/2 tsk sítrónusafi
 Ber eftir smekk
 Karamellusósa eftir smekk, sjá uppskrift
Vegan karamellusósa - sú allra besta
 200g cristallino hrásykur frá Rapunzel
 90g vegan smjör eða smjörlíki
 1/2 bolli Oatly visp þeytirjómi
 Sjávarsalt á hnífsoddi

Leiðbeiningar

1

Sigtið safann úr dósinni og setjið í hrærivélaskál. Byrjið að þeyta safann og þegar hann er byrjaður að freyða vel byrjið þá að bæta við sykrinum, 1 msk í einu. Setjið cream of tartar og sítrónusafa saman við og haldið áfram að hræra. Þeytið marengsinn samtals í 8-10 mín. Það er mjög mikilvægt að þeyta hann svona lengi svo hann leki ekki.

2

Setjið marengsinn á plötu með skeið í því formi sem þið kjósið, passið að hafa gott bil á milli því hann stækkar og rennur aðeins út. Mínar kökur voru um það bil 8 cm í þvermál.

3

Bakið við blástur á 110°C í 2 klst. Látið kólna í ofninum yfir nótt ef mögulegt er. Hann verður stökkari þannig.

4

Útbúið karamellusósuna og setjið í krukku og geymið.

5

Það er alls ekki verra ef það er gott freyðivín og sól með en má sleppa!

6

Setjið pacvlovuna saman: Leggið marengs á disk, þar ofan á kemur Oatly rjóminn, dreifið karamellunni yfir og raðið berjum ofan á.

Vegan karamellusósa
7

Bræðið sykurinn í þykkbotna potti, fylgist með allan tímann og hrærið varlega á meðan sykurinn bráðnar.

8

Þegar sykurinn er bráðinn og orðinn gylltur bætið þið við vegan smjörinu og hrærið rösklega.

9

Þegar smjörið er bráðnað saman við hrærið þið rjómanum út í ásamt saltinu. Hrærið með písk.

10

Setjið í hreina krukku og kælið alveg.

11

Gott er að gera þetta með góðum fyrirvara svo karamellan nái að stífna í tæka tíð. Geymist vel í kæli og gott að nota á allskonar!


Uppskrift frá Völlu GRGS.

Matreiðsla, Matargerð, Merking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 Vökvi úr einni dós af kjúklingabaunum, ég notaði frá Rapunzel
 1/2 bolli flórsykur eða fínt malaður hrásykur
 1/2 tsk sítrónusafi
 1/4 tsk cream of tartar
 1 peli Oatly visp þeytirjómi
 1 msk flórsykur
 1/2 tsk sítrónusafi
 Ber eftir smekk
 Karamellusósa eftir smekk, sjá uppskrift
Vegan karamellusósa - sú allra besta
 200g cristallino hrásykur frá Rapunzel
 90g vegan smjör eða smjörlíki
 1/2 bolli Oatly visp þeytirjómi
 Sjávarsalt á hnífsoddi

Leiðbeiningar

1

Sigtið safann úr dósinni og setjið í hrærivélaskál. Byrjið að þeyta safann og þegar hann er byrjaður að freyða vel byrjið þá að bæta við sykrinum, 1 msk í einu. Setjið cream of tartar og sítrónusafa saman við og haldið áfram að hræra. Þeytið marengsinn samtals í 8-10 mín. Það er mjög mikilvægt að þeyta hann svona lengi svo hann leki ekki.

2

Setjið marengsinn á plötu með skeið í því formi sem þið kjósið, passið að hafa gott bil á milli því hann stækkar og rennur aðeins út. Mínar kökur voru um það bil 8 cm í þvermál.

3

Bakið við blástur á 110°C í 2 klst. Látið kólna í ofninum yfir nótt ef mögulegt er. Hann verður stökkari þannig.

4

Útbúið karamellusósuna og setjið í krukku og geymið.

5

Það er alls ekki verra ef það er gott freyðivín og sól með en má sleppa!

6

Setjið pacvlovuna saman: Leggið marengs á disk, þar ofan á kemur Oatly rjóminn, dreifið karamellunni yfir og raðið berjum ofan á.

Vegan karamellusósa
7

Bræðið sykurinn í þykkbotna potti, fylgist með allan tímann og hrærið varlega á meðan sykurinn bráðnar.

8

Þegar sykurinn er bráðinn og orðinn gylltur bætið þið við vegan smjörinu og hrærið rösklega.

9

Þegar smjörið er bráðnað saman við hrærið þið rjómanum út í ásamt saltinu. Hrærið með písk.

10

Setjið í hreina krukku og kælið alveg.

11

Gott er að gera þetta með góðum fyrirvara svo karamellan nái að stífna í tæka tíð. Geymist vel í kæli og gott að nota á allskonar!

Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum

Aðrar spennandi uppskriftir