Alveg fáránlega einfaldur og tilvalinn fyrir hvaða hitting sem er.
Blandið saman hafrasmurosti, salsa sósu, púrrulauk/vorlauk og salti. Smyrjið blöndunni á tortillavefjurnar, rúllið þeim upp og skerið í passlega munnbita.
Stappið saman avokadó við limesafa, smáttskorinn rauðlauk, kóreander og hvítlauk. Smakkið til og bætið við salti eftir smekk.
Raðið vefjubitunum á bakka og berið fram með guacamole og söltuðum nachos og salsasósu til hliðar.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki