Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki

  ,

mars 25, 2020

Fljótlegur og hollur grænmetisréttur

Hráefni

Kjúklingabaunabollur

1 dós kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel

1 lítill laukur eða 1/2 venjulegur

1 hvítlauksrif marið

1 poki Lentils Eat real snakk með Chili & Lemon bragði

1 tsk chipotle mauk, má sleppa og nota aðeins meira af tómatpúrru og smá chiliduft

2 tsk paprikuduft

3 rúmar msk tómatpúrra

1 msk söxuð fersk steinselja

Vegan hvítlaukssósa

1/2 dós Oatly smurostur

1/2 dós Oatly sýrður rjómi

1 hvítlauksrifið kramið

1 tsk hlynsíróp

smá salt & pipar

1 tsk þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

Kjúklingabaunabollur

1Sigtið vökvann frá baununum og setjið í matvinnsluvél og vinnið í gróft mjöl. Setjið í skál.

2Setjið lauk, hvítlauk og krydd saman í matvinnsluvélina og vinnið þar til blandan er orðin nokkuð fíngerð. Setjið saman við kjúklingabaunirnar.

3Setjð snakkið í matvinnsluvélina og myljið í rasp. Blandið saman við kjúklingabaunablönduna ásamt tómatpúrru og steinselju.

4Mótið litlar bollur, það þarf að þjappa bollunum svolítið saman með lófunum.

5Kælið bollurnar í 15 - 20 mín og steikið á miðlungshita þar til þær eru gylltar.

Vegan hvítlaukssósa

1Öllu blandað saman í skál og látið standa aðeins

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ferskt Thai tófú salat

Tælenskt salat með mísó sósu.

Bakað bauna taquitos

Vefjur með grænmetis- og baunafyllingu, bakað í ofni með osti.

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur.