fbpx

Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki

Fljótlegur og hollur grænmetisréttur

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingabaunabollur
 1 dós kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel
 1 lítill laukur eða 1/2 venjulegur
 1 hvítlauksrif marið
 1 poki Lentils Eat real snakk með Chili & Lemon bragði
 1 tsk chipotle mauk, má sleppa og nota aðeins meira af tómatpúrru og smá chiliduft
 2 tsk paprikuduft
 3 rúmar msk tómatpúrra
 1 msk söxuð fersk steinselja
Vegan hvítlaukssósa
 1/2 dós Oatly smurostur
 1/2 dós Oatly sýrður rjómi
 1 hvítlauksrifið kramið
 1 tsk hlynsíróp
 smá salt & pipar
 1 tsk þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

Kjúklingabaunabollur
1

Sigtið vökvann frá baununum og setjið í matvinnsluvél og vinnið í gróft mjöl. Setjið í skál.

2

Setjið lauk, hvítlauk og krydd saman í matvinnsluvélina og vinnið þar til blandan er orðin nokkuð fíngerð. Setjið saman við kjúklingabaunirnar.

3

Setjð snakkið í matvinnsluvélina og myljið í rasp. Blandið saman við kjúklingabaunablönduna ásamt tómatpúrru og steinselju.

4

Mótið litlar bollur, það þarf að þjappa bollunum svolítið saman með lófunum.

5

Kælið bollurnar í 15 - 20 mín og steikið á miðlungshita þar til þær eru gylltar.

Vegan hvítlaukssósa
6

Öllu blandað saman í skál og látið standa aðeins


Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingabaunabollur
 1 dós kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel
 1 lítill laukur eða 1/2 venjulegur
 1 hvítlauksrif marið
 1 poki Lentils Eat real snakk með Chili & Lemon bragði
 1 tsk chipotle mauk, má sleppa og nota aðeins meira af tómatpúrru og smá chiliduft
 2 tsk paprikuduft
 3 rúmar msk tómatpúrra
 1 msk söxuð fersk steinselja
Vegan hvítlaukssósa
 1/2 dós Oatly smurostur
 1/2 dós Oatly sýrður rjómi
 1 hvítlauksrifið kramið
 1 tsk hlynsíróp
 smá salt & pipar
 1 tsk þurrkuð steinselja

Leiðbeiningar

Kjúklingabaunabollur
1

Sigtið vökvann frá baununum og setjið í matvinnsluvél og vinnið í gróft mjöl. Setjið í skál.

2

Setjið lauk, hvítlauk og krydd saman í matvinnsluvélina og vinnið þar til blandan er orðin nokkuð fíngerð. Setjið saman við kjúklingabaunirnar.

3

Setjð snakkið í matvinnsluvélina og myljið í rasp. Blandið saman við kjúklingabaunablönduna ásamt tómatpúrru og steinselju.

4

Mótið litlar bollur, það þarf að þjappa bollunum svolítið saman með lófunum.

5

Kælið bollurnar í 15 - 20 mín og steikið á miðlungshita þar til þær eru gylltar.

Vegan hvítlaukssósa
6

Öllu blandað saman í skál og látið standa aðeins

Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Vegan ostasalatOstasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll…
MYNDBAND
Spæsí chipotle salatÓtrúlega ferskt og gott salat með spæsí tófú, maísbaunum og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba! Við getum sagt að þetta…