Print Options:








Vegan “kjöt”súpa

Magn1 skammtur

Hér er á ferðinni vegan útgáfa af hinni klassísku kjötsúpu sem við flest þekkjum

 ½ rófa
 4-5 meðalstórar gulrætur
 7-8 meðalstórar kartöflur
 2 dl niðurskorið hvítkál
 3 lítrar vatn
 1 dl linsubaunir
 ½ dl hrísgrjón
 1 dl súpujurtir
 2-3 teningar af grænmetiskrafti
 1 teningur af sveppakrafti
 2-4 msk Filippo Berio ólífuolía
1

Skerið allt grænmetið í bita af svipaðri stærð.

2

Setjið öll hráefnin nema 1 grænmetistening í stóran pott og látið suðuna koma upp

3

Lækkið á meðalháan hita og leyfið súpunni að sjóða í u.þ.b. 30 mínútur. Smakkið súpuna til eftir um 15 mínútur og bætið við salti eða síðasta grænmetisteningnum ef þarf.

4

Berið fram eina og sér eða með súrdeigs brauði og vegan smjöri.