Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim.
Byrjið á því að rífa niður gulræturnar og hita ofninn í 180°C
Setjið öll þurrefni í skál og hrærið í með sleif. Blandið haframjólk, sýrða rjómanum, olíunni og edikinu saman við og hrærið í með sleifinni. Bætið gulrótunum og hnetunum saman við.
Raðið muffins formum í muffins bakka, fyllið formin að 3/4. Deigið ætti að duga í 16-18 kökur.
Bakið kökurnar í 25 mín ca. Kælið á grind.
Þessar frystast vel og gott að taka þær út eftir þörfum, fullkomnar í nestið og lautarferðina!
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki