4
4

VEGAN DeLuxe OSTAKAKA

  , ,

janúar 5, 2016

Einföld og bragðgóð vegan ostakaka.

  • Fyrir: 6

Hráefni

Botn:

Heslihnetur 100g (Rapunzel)

Möndlur 100g (Rapunzel)

Cashew hnetur 100g (Rapunzel)

Kókosflögur 50g (Rapunzel)

1-2 dl púðursykur (má setja setja minna)

2 dl kókosolía (Rapunzel)

Appelsínu eða engifersúkkulaði ein plata (Rapunzel)

1-2 msk Hlynsíróp (Rapunzel)

Fylling:

2 pakkar, vegan ostur Violife (fæst í Hagkaup)

1 dós kókosmjólk (Rapunzel) þykki massinn

200 gr flórsykur

1 tsk Vanilluduft (Rapunzel)

Ofan á:

Kirsuberjasósa, fersk hindber, bláber og mynta

Leiðbeiningar

1BOTN: Myljið allar hnetur, möndlur og kókosflögurnar í kaffikvörn og blandið púðursykri vel saman við og muldu appelsínusúkkulaði. Hitið kókosolíu þannig að hún verði fljótandi og hellið saman við ásamt hlynsírópinu. Hrærið vel. þrýstið blöndunni niður í fallega skál eða mót.

2FYLLING: Hrærið í vél saman, vegan osti og flórsykri. Bætið í vanilludufti. Blandið síðan kókosmjolkinni saman við (ATH einungis massanum). Hellið þessari blöndu yfir botninn.

3Kælið eða frystið.

4Áður en kakan er borin fram eru margir möguleikar, m.a. er hægt er að sjóða kirsuber, jarðaber eða appelsínur í sykri og búa til sósu. Í þessu tilviki notaði ég kirsuberjasósu og hellti henni ofaná toppinn. Skreytið og bragðbætið með ferskum Driscolls bláberjum, hindberjum og myntu.

Þessa uppskrift gerðu Árdís Olgeirsdóttir og Olga Sigrún Olgeirsdóttir.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

toblerone-ostakaka

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Þegar Oreo, Toblerone, rjómi og hindber koma saman getur líklega lítið klikkað!

DSC06178

OREO pönnukökur

OREO pönnukökur með kerm-fyllingu og bræddu súkkulaði.

DSC06141

Dumle kaka

Súper einföld karamellu kaka með mjúkri karamellu í miðjunni.