Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman þurrefnum í hrærivélaskál og festið krókinn á.
Setjið volgt vatn, kardimommudropa og olíu saman við og látið vélina vinna deigið í amk 5 mín.
Látið deigið hefast í skálinni í 40 mín.
Mótið bollur sem eru 55-60g að þyngd. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 45°C og úðið vatni úr úðabrúsa yfir bollurnar og ofninn að innan. Hefið í ofninum í 30 mín.
Takið bollurnar út og hitið upp í 220°C. Setjið smá hlynsíróp í skál og penslið bollurnar.
Bakið bollurnar í 12-15 mín. Eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fallega gylltar.
Kælið bollurnar á grind. Á meðan bollurnar kólna er hægt að útbúa það sem fer í þær.
Ég hef bæðið prófað að þeyta rjómann og setja hann í rjómasprautu og hvorutveggja kemur vel út.
Í þetta sinn prófaði ég að bæta 1 tsk af vanilludropum og 1 tsk af flórsykri saman við rjómann áður en ég þeytti hann og það kom mjög vel út og passar vel með bollunum.
Uppskrift frá Völlu á GRGS.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman þurrefnum í hrærivélaskál og festið krókinn á.
Setjið volgt vatn, kardimommudropa og olíu saman við og látið vélina vinna deigið í amk 5 mín.
Látið deigið hefast í skálinni í 40 mín.
Mótið bollur sem eru 55-60g að þyngd. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 45°C og úðið vatni úr úðabrúsa yfir bollurnar og ofninn að innan. Hefið í ofninum í 30 mín.
Takið bollurnar út og hitið upp í 220°C. Setjið smá hlynsíróp í skál og penslið bollurnar.
Bakið bollurnar í 12-15 mín. Eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fallega gylltar.
Kælið bollurnar á grind. Á meðan bollurnar kólna er hægt að útbúa það sem fer í þær.
Ég hef bæðið prófað að þeyta rjómann og setja hann í rjómasprautu og hvorutveggja kemur vel út.
Í þetta sinn prófaði ég að bæta 1 tsk af vanilludropum og 1 tsk af flórsykri saman við rjómann áður en ég þeytti hann og það kom mjög vel út og passar vel með bollunum.