fbpx

Vefjur með kjúklingi og Sriracha sósu

Hægeldað úrbeinað kjúklingalærakjöt í BBQ sósu í vefjum ásamt grænmeti og Sriracha sósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur
 900 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
 1 rauðlaukur
 ½ flaska Heinz Sweet BBQ sósa
 150 ml vatn
 Kjúklingakrydd
Vefjur og grænmeti
 Mission Wraps vefjur með grillrönd
 Kínakál
 Kirsuberjatómatar
 Mangó
 Kóríander
Sriracha sósa
 100 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 100 g majónes
 1-2 tsk. TABASCO® Sriracha sósa

Leiðbeiningar

Kjúklingur
1

Affrystið kjúklingalærin, kryddið með kjúklingakryddi og raðið í ofnpott/fat sem hægt er að loka eða setja álpappír á.

2

Hitið ofninn í 150°C.

3

Skerið laukinn niður í 4 hluta og leggið í fatið (til að fá gott bragð).

4

Sprautið BBQ sósunni yfir kjúklinginn, hellið vatninu í botninn og eldið í um 3 klukkustundir með lokið á.

5

Takið út, leyfið aðeins að standa og tætið síðan niður með tveimur göfflum. Fjarlægið laukinn og blandið restinni af soðinu og sósunni saman við kjötið.

Vefjur og grænmeti
6

Skerið vefjurnar niður í 4 hluta og saxið allt grænmeti smátt.

7

Raðið kjöti og grænmeti á hvern hluta og sprautið Sriracha sósu yfir allt.

Sriracha sósa
8

Pískið allt saman í skál, setjið í poka/flösku með litlu gati og sprautið yfir vefjurnar að vild.


Uppskrift frá Berglindi hjá gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingur
 900 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
 1 rauðlaukur
 ½ flaska Heinz Sweet BBQ sósa
 150 ml vatn
 Kjúklingakrydd
Vefjur og grænmeti
 Mission Wraps vefjur með grillrönd
 Kínakál
 Kirsuberjatómatar
 Mangó
 Kóríander
Sriracha sósa
 100 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 100 g majónes
 1-2 tsk. TABASCO® Sriracha sósa

Leiðbeiningar

Kjúklingur
1

Affrystið kjúklingalærin, kryddið með kjúklingakryddi og raðið í ofnpott/fat sem hægt er að loka eða setja álpappír á.

2

Hitið ofninn í 150°C.

3

Skerið laukinn niður í 4 hluta og leggið í fatið (til að fá gott bragð).

4

Sprautið BBQ sósunni yfir kjúklinginn, hellið vatninu í botninn og eldið í um 3 klukkustundir með lokið á.

5

Takið út, leyfið aðeins að standa og tætið síðan niður með tveimur göfflum. Fjarlægið laukinn og blandið restinni af soðinu og sósunni saman við kjötið.

Vefjur og grænmeti
6

Skerið vefjurnar niður í 4 hluta og saxið allt grænmeti smátt.

7

Raðið kjöti og grænmeti á hvern hluta og sprautið Sriracha sósu yfir allt.

Sriracha sósa
8

Pískið allt saman í skál, setjið í poka/flösku með litlu gati og sprautið yfir vefjurnar að vild.

Vefjur með kjúklingi og Sriracha sósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…