Vefja með sterku túnfisksalati

Sterkt túnfisksalat vefja sem þú átt eftir að gera aftur og aftur því hún er svo góð!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 dós túnfiskur
 ¾ rauðlaukur
 1 rauð paprika
 1 jalapenó
 3-4 msk Heinz majónes
 1 msk Tabasco sriracha sósa
 1 tsk sojasósa
 Salt og pipar eftir smekk
 Grænkál
 Mission vefjur

Leiðbeiningar

1

Setjið túnfiskinn í skál, skerið rauðlaukinn og paprikuna smátt niður og bætið út í.

2

Fræ hreinsið jalapenóinn og skerið hann mjög smátt niður og bætið út í.

3

Setjið majónesið út í skálina ásamt sriracha sósu og soja sósu, blandið öllu vel saman.

4

Smakkið salatið og bætið út í salt og pipar ef ykkur finnst vanta.

5

Setjið grænkál og túnfiskasalat á vefjuna og rúllið henni upp.

SharePostSave

Hráefni

 1 dós túnfiskur
 ¾ rauðlaukur
 1 rauð paprika
 1 jalapenó
 3-4 msk Heinz majónes
 1 msk Tabasco sriracha sósa
 1 tsk sojasósa
 Salt og pipar eftir smekk
 Grænkál
 Mission vefjur

Leiðbeiningar

1

Setjið túnfiskinn í skál, skerið rauðlaukinn og paprikuna smátt niður og bætið út í.

2

Fræ hreinsið jalapenóinn og skerið hann mjög smátt niður og bætið út í.

3

Setjið majónesið út í skálina ásamt sriracha sósu og soja sósu, blandið öllu vel saman.

4

Smakkið salatið og bætið út í salt og pipar ef ykkur finnst vanta.

5

Setjið grænkál og túnfiskasalat á vefjuna og rúllið henni upp.

Notes

Vefja með sterku túnfisksalati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…