Print Options:








Vatnsdeigslengjur með kaffirjóma

Magn1 skammtur

Nú skulið þið halda ykkur fast því þessar bollur voru GUÐDÓMLEGAR! Ég var búin að gleyma hversu brjálæðislega gott Toffifee nammið er!

Vatnsdeigslengjur
 180 g smjör
 360 ml vatn
 200 g hveiti
 1 tsk. lyftiduft
 ¼ tsk. salt
 3-4 egg (160 g)
Fylling
 600 ml rjómi
 2 msk. flórsykur
 15 g fínmalað instant kaffiduft
 125 g saxað Toffifee (1 pakki)
Súkkulaðiglassúr og skraut
 100 g brætt smjör
 210 g flórsykur
 2 msk. Cadbury bökunarkakó
 2 tsk. vanilludropar
 3 msk. uppáhellt kaffi
 Toffifee (15-18 stk)
Vatnsdeigslengjur
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Hrærið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og geymið.

3

Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit og takið þá af hellunni.

4

Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleif þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.

5

Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni.

6

Pískið eggin saman í skál og setjið þau saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli. Best er að vigta blönduna því egg eru misstór og nota aðeins 160 g henni til þess að deigið verði ekki of þunnt.

7

Setjið deigið í sprautupoka með um 1,5 cm breiðum stút og sprautið um 15 cm lengjur á bökunarpappír með gott bil á milli. Athugið að þær munu stækka og breikka alveg um helming í ofninum svo ekki hafa áhyggjur þó þær virðist „mjóar og langar“ þegar þið sprautið þeim á.

8

Bakið í 27-30 mínútur, lengjurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina.

Fylling
9

Þeytið saman rjóma, flórsykur og instant kaffiduft.

10

Vefjið söxuðu Toffifee saman við og fyllið lengjurnar með kaffirjóma.

Súkkulaðiglassúr og skraut
11

Hrærið saman brætt smjör, flórsykur, bökunarkakó, vanilludropa og kaffi þar til slétt og falleg súkkulaðibráð hefur myndast.

12

Smyrjið súkkulaðiglassúr á lengjurnar og skreytið með Toffifee og brúðarslöri.

Nutrition Facts

Serving Size 15-18