Vatnsdeigsbollur með súkkulaðismjöri

Stundum er gott að hafa það bara einfalt, hér er á ferðinni klassískar vatndeigsbollur með súkkulaðismjöri.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Vatnsdeigsbollur
 250 ml vatn
 125 g smjör
 125 g hveiti
 4 stk egg
Fylling og samsetning
 1 stk Nusica súkkulaðismjör (ein krukka)
 12 stk Driscolls jarðaber
 500 ml rjómi

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur
1

Stillið ofn á 180°c.

2

Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna.

3

Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið.

4

Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.

5

Setjið deigið þá í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírs klædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna.

6

Bakið í 18-20 mínútur.

7

Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.

Fylling og samsetning
8

Byrjið á því að skera bollurnar í sundur.

9

Setjið vænan skammt af súkkulaðismyrjunni í skál og hitið í 15-30 sek í örbylgjuofni. Takið þá eftri partinn af bollunum og dýfið ofan í til að gera hatt á bolluna.

10

Þeytið þá rjómann og skerið jarðaberin í sneiðar. Gott er að setja rjómann í sprautupoka til að sprauta á bollurnar.

11

Sprautið rjóma á bollurnar, raðið þá jarðaberjunum yfir og toppið með því að setja vel af súkkulaðismyrju yfir. Lokið þá bollunum og berið fram.


SharePostSave

Hráefni

Vatnsdeigsbollur
 250 ml vatn
 125 g smjör
 125 g hveiti
 4 stk egg
Fylling og samsetning
 1 stk Nusica súkkulaðismjör (ein krukka)
 12 stk Driscolls jarðaber
 500 ml rjómi
Vatnsdeigsbollur með súkkulaðismjöri

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Bananaís með vanilluEf það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram…
blank
MYNDBAND
Djúpsteikt OREOVinsælasti eftirréttur Fjallkonunnar frá opnun. Uppskriftin miðar við 8 OREO kökur í hvern skammt sem eftirréttur. Nú getur þú loksins…