Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn 180°C blástur.
Hrærið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.
Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit og takið þá af hellunni.
Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleif þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.
Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni.
Pískið eggin saman í skál og setjið þau saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli, gott er að vigta þau og nota ekki meira en 160 g af blöndunni þar sem egg eru svo misstór og ekki gott að blandan verði of þunn.
Setjið bökunarpappír á ofnplötur og hver bolla má vera um 2 matskeiðar af deigi (ein vel kúpt matskeið).
Bakið í 27-30 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi en þá gætu þær átt það til að falla. Ef þær falla þá má samt alveg fylla þær og borða, þær eru alveg jafn góðar, bara ekki eins fallegar.
Allt sett saman í skál og hrært saman með písk/skeið þar til vel blandað.
Best er að fylla bollurnar fyrst og setja svo væna teskeið af glassúr ofan á „lokið“ og dreifa aðeins úr og síðan skreyta áður en glassúrinn tekur sig. Því er gott að setja glassúr á 3-4 í einu , skreyta þær og halda síðan áfram.
Vefjið stöppuðum jarðaberjum varlega saman við rjómann og sprautið á milli.
Skreytið með því að setja ¼ af jarðaberi á hverja bollu þegar glassúrinn er kominn á.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn 180°C blástur.
Hrærið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.
Hitið saman vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og blandan vel heit og takið þá af hellunni.
Hellið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og hrærið/vefjið saman við með sleif þar til allir kekkir eru horfnir og blandan losnar auðveldlega frá köntum pottsins.
Flytjið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hitanum þannig að rjúka aðeins úr blöndunni.
Pískið eggin saman í skál og setjið þau saman við í litlum skömmtum og skafið niður á milli, gott er að vigta þau og nota ekki meira en 160 g af blöndunni þar sem egg eru svo misstór og ekki gott að blandan verði of þunn.
Setjið bökunarpappír á ofnplötur og hver bolla má vera um 2 matskeiðar af deigi (ein vel kúpt matskeið).
Bakið í 27-30 mínútur, bollurnar eiga að vera orðnar vel gylltar og botninn líka, ekki opna þó ofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur til að kíkja undir eina. Helstu mistök sem fólk gerir er að baka bollurnar ekki nógu lengi en þá gætu þær átt það til að falla. Ef þær falla þá má samt alveg fylla þær og borða, þær eru alveg jafn góðar, bara ekki eins fallegar.
Allt sett saman í skál og hrært saman með písk/skeið þar til vel blandað.
Best er að fylla bollurnar fyrst og setja svo væna teskeið af glassúr ofan á „lokið“ og dreifa aðeins úr og síðan skreyta áður en glassúrinn tekur sig. Því er gott að setja glassúr á 3-4 í einu , skreyta þær og halda síðan áfram.
Vefjið stöppuðum jarðaberjum varlega saman við rjómann og sprautið á milli.
Skreytið með því að setja ¼ af jarðaberi á hverja bollu þegar glassúrinn er kominn á.