Print Options:








Vatnsdeigsbolla með OREO fyllingu

Magn1 skammtur

Bolla með rjómaosta fyllingu sem kætir bragðlaukana.

Skotheldar vatnsdeigsbollur
 100 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 egg
OREO fylling
 5 dl rjómi, þeyttur
 1 box Philadelphia rjómaostur
 1 dl púðursykur
 1 tsk vanillusykur
 10 Oreo kex, mulin
Glassúr
 200 g Milka mjólkursúkkulaði
 2 msk síróp
 2 msk rjómi
Skotheldar vatnsdeigsbollur
1

Látið smjör og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.

2

Setjið deigið í hrærivél og stillið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Látið eggin saman í skál á meðan og léttþeytið. Hellið þeim svo smám saman út í deigblönduna á lágum hraða.

3

Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum svo bollurnar falli ekki.

OREO fylling
4

Setjið rjóma, rjómaost, púðursykur og vanillu saman í skál og hrærið varlega saman þar til blandan er orðin létt í sér.

5

Bætið muldu Oreo kexinu saman við með sleif.

6

Setjið fyllinguna í bolluna.

Glassúr
7

Bræðið allt saman í potti. Látið kólna aðeins og setjið yfir bollurnar.