fbpx

Vanillukaka með kókos og karamellukremi

Við íslendingar erum rosaleg súkkulaðiköku þjóð, mér finnst sjaldan sem boðið er upp á vanillukökur í veislum og svona. En þær eiga svo sannarlega skilið sitt pláss á veisluborðunum svo skemmtilegt að leika sér með bragðtegundirnar sem para flestar við vanillubotnana.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Vanillukaka
 400 g hveiti
 80 g maizena
 340 g sykur
 30 g lyftiduft (4 tsk)
 230 g smjör við stofuhita
 4 stk egg
 300 ml mjólk
 40 ml olía
 2 tsk vanilludropar
Karamellusmjörkrem
 150 g karamellur
 50 ml rjómi
 300 g smjör
 500 g flórsykur
 3 msk rjómi
 1 stk So Vegan So Fine kókossmyrja (fæst í Fjarðarkaup og Hagkaup)

Leiðbeiningar

Vanillukaka
1

Stillið ofn á 170°c.

2

Skerið smjörið í litla kubba, setjið hrærivélina í gang á lægstu stillingu og bætið smjörkubbunum hægt og rólega saman við þurrefnin. Á meðan þetta hrærist vel saman blandið þá blautefnunum saman og hrærið létt í því.

3

Þeim er svo helt út í á sama hátt og smjörið hægt og rólega með vélina í gangi. Leyfið þá öllu að blandast vel saman og það er mikilvægt að stoppa vélina og skafa með fram brúnum og setja hana stutt á stað aftur.

4

Takið þá þrjú 15 cm form eða 2 20-25 cm form og spreyið með PAM spreyi. Ég vigta deigið mitt og deili í formin en það er ekki nauðsynlegt (munið bara að draga þyngd skálarinnar frá ef þið vigtið en KitchenAid skál er u.þ.b 800 g)

5

Setjið inn í ofn og bakið í 35-40 mín eða þangað til að pinni kremur hreinn út í miðjunni. Takið þá botnana úr ofninum og leyfið að kólna.

6

Ég á það til að pressa aðeins á botnana með hringlaga disk eða einhverjum sem passar ofan í til að slétta botnana í stað þess að skera ofan af þeim þegar þeir kólna. Gott er að taka síðan botnana úr formi og setja í plastfilmu og kæla inn í ísskáp, því betra er að setja kökuna saman þegar botnarnir eru kaldir.

Karamellusmjörkrem
7

Byrjið á því að setja karamellurnar í skál ásamt rjómanum. Bræðið yfir vatnsbaði á meðalhita, þ.e. vatn sett í pott og skálin yfir pottinn. Leggið síðan blönduna til hliðar, til að leyfa henni að kólna eða hitið í örbylgjuofni.

8

Setjið smjör í hrærivél og leyfið að þeytast í 2-3 mín, bætið síðan flórsykrinum rólega saman við ásamt rjómanum. Haldið áfram að þeyta vel og bætið síðan súkkulaðinu saman við og kremið þeytt í nokkrar mín. í viðbót.

9

Áður en kremið er sett á er gott að fara með sleikju meðfram skálinni og passa að allt sé vel blandað saman og renna í gegnum kremið með sleikjunni, til að losa loftið úr kreminu sem gefur því fallegri áferð þegar það er sett á kökuna.

Samsetning
10

Gott er að baka kökurnar daginn áður en þær eru samsettar og skreyttar, það er heldur ekkert síðra að baka kökurnar tímalega vefja þær í plast og setja í frysti þangað til þær eru notaðar.

11

Setjið fyrsta botninn á disk og svona u.þ.b dl af kremi ofan á botninn, dreifið vel úr kreminu og setjið yfir það 2-4 msk af kókos smyrjunni. Þá er næsti botn settur ofan á ferlið endurtekið. Þriðji botninn er settur ofan á og restin af kreminu sett á kökuna og dreift vel úr kreminu.

12

Til að fá slétta áferð á kremið er gott að fara þunna umferð og skrapa vel af kökunni og setja í kæli í stutta stund. Kakan er svo tekin út og önnur umferð af kremi sett á hana, slétt vel úr kreminu. Að þessu sinni skreytti kökuna með einfaldri smjörkrem skreytingu, blómum og laufum


DeilaTístaVista

Hráefni

Vanillukaka
 400 g hveiti
 80 g maizena
 340 g sykur
 30 g lyftiduft (4 tsk)
 230 g smjör við stofuhita
 4 stk egg
 300 ml mjólk
 40 ml olía
 2 tsk vanilludropar
Karamellusmjörkrem
 150 g karamellur
 50 ml rjómi
 300 g smjör
 500 g flórsykur
 3 msk rjómi
 1 stk So Vegan So Fine kókossmyrja (fæst í Fjarðarkaup og Hagkaup)

Leiðbeiningar

Vanillukaka
1

Stillið ofn á 170°c.

2

Skerið smjörið í litla kubba, setjið hrærivélina í gang á lægstu stillingu og bætið smjörkubbunum hægt og rólega saman við þurrefnin. Á meðan þetta hrærist vel saman blandið þá blautefnunum saman og hrærið létt í því.

3

Þeim er svo helt út í á sama hátt og smjörið hægt og rólega með vélina í gangi. Leyfið þá öllu að blandast vel saman og það er mikilvægt að stoppa vélina og skafa með fram brúnum og setja hana stutt á stað aftur.

4

Takið þá þrjú 15 cm form eða 2 20-25 cm form og spreyið með PAM spreyi. Ég vigta deigið mitt og deili í formin en það er ekki nauðsynlegt (munið bara að draga þyngd skálarinnar frá ef þið vigtið en KitchenAid skál er u.þ.b 800 g)

5

Setjið inn í ofn og bakið í 35-40 mín eða þangað til að pinni kremur hreinn út í miðjunni. Takið þá botnana úr ofninum og leyfið að kólna.

6

Ég á það til að pressa aðeins á botnana með hringlaga disk eða einhverjum sem passar ofan í til að slétta botnana í stað þess að skera ofan af þeim þegar þeir kólna. Gott er að taka síðan botnana úr formi og setja í plastfilmu og kæla inn í ísskáp, því betra er að setja kökuna saman þegar botnarnir eru kaldir.

Karamellusmjörkrem
7

Byrjið á því að setja karamellurnar í skál ásamt rjómanum. Bræðið yfir vatnsbaði á meðalhita, þ.e. vatn sett í pott og skálin yfir pottinn. Leggið síðan blönduna til hliðar, til að leyfa henni að kólna eða hitið í örbylgjuofni.

8

Setjið smjör í hrærivél og leyfið að þeytast í 2-3 mín, bætið síðan flórsykrinum rólega saman við ásamt rjómanum. Haldið áfram að þeyta vel og bætið síðan súkkulaðinu saman við og kremið þeytt í nokkrar mín. í viðbót.

9

Áður en kremið er sett á er gott að fara með sleikju meðfram skálinni og passa að allt sé vel blandað saman og renna í gegnum kremið með sleikjunni, til að losa loftið úr kreminu sem gefur því fallegri áferð þegar það er sett á kökuna.

Samsetning
10

Gott er að baka kökurnar daginn áður en þær eru samsettar og skreyttar, það er heldur ekkert síðra að baka kökurnar tímalega vefja þær í plast og setja í frysti þangað til þær eru notaðar.

11

Setjið fyrsta botninn á disk og svona u.þ.b dl af kremi ofan á botninn, dreifið vel úr kreminu og setjið yfir það 2-4 msk af kókos smyrjunni. Þá er næsti botn settur ofan á ferlið endurtekið. Þriðji botninn er settur ofan á og restin af kreminu sett á kökuna og dreift vel úr kreminu.

12

Til að fá slétta áferð á kremið er gott að fara þunna umferð og skrapa vel af kökunni og setja í kæli í stutta stund. Kakan er svo tekin út og önnur umferð af kremi sett á hana, slétt vel úr kreminu. Að þessu sinni skreytti kökuna með einfaldri smjörkrem skreytingu, blómum og laufum

Vanillukaka með kókos og karamellukremi

Aðrar spennandi uppskriftir