Print Options:








Vanillu bollakökur með léttu rjómaostakremi

Magn1 skammtur

Hér hafið þið sumarlegar og undursamlegar vanillu bollakökur með léttu rjómaostakremi. Það er síðan svo gaman að skreyta kökur með ferskum blómum um leið og það er svo sumarlegt!

Bollakökur – uppskrift
 210 g hveiti
 1 tsk lyftiduft
 1 tsk matarsódi
 1/2 tsk salt
 80 g smjör við stofuhita
 180 g sykur
 2 stk egg
 2 tsk vanilludropar
 100 ml súrmjólk
 70 ml mjólk
Rjómaostakrem – uppskrift
 150 g Philadelphia rjómaosturvið stofuhita
 260 g flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 200 ml stífþeyttur rjómi
 Muga rósavín
Bollakökur
1

Hitið ofninn í 170°C og takið til álform, setjið pappaform ofaní.

2

Blandið þurrefnum saman í skál og leggið til hliðar.

3

Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst.

4

Bætið eggjum saman við, einu í einu og skafið niður á milli og bætið vanilludropum næst saman við.

5

Hrærið saman súrmjólk og mjólk og setjið til skiptis í skálina til móts við þurrefnin.

6

Varist að hræra of lengi en skafið vel niður í lokin og blandið saman.

7

Skiptið niður í bollakökuformin og bakið í 17-19 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.

8

Kælið þær og skreytið síðan með rjómaostakremi.

Rjómaostakrem
9

Blandið rjómaosti, flórsykri og vanillusykri saman.

10

Vefjið þá stífþeytta rjómanum varlega saman við með sleikju.

11

Sprautið á bollakökurnar með stórum stjörnustút (ég notaði 2D frá Wilton)

12

Skreytið að vild og geymið í kæli.

13

Rósavín fer síðan afar vel með þessum krúttlegu kökum!