Í sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt korn/maís sem var alveg hrikalega gott. Þetta var meðlæti með kjúklingnum ásamt kartöflumús og ég er búin að ætla að prófa að leika þetta eftir síðan ég kom heim. Það hafðist loks og þetta var algjört dúndur!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 210°C.
Penslið ofnskúffu með ólífuolíu og raðið lærunum þar ofan í.
Berið þunnt lag af ólífuolíu á hvert læri og einnig Organic Liquid hvítlaukslög (um ½ tsk. á hvora hlið).
Kryddið vel með kjúklingakryddi á báðum hliðum.
Eldið í 40-45 mínútur og leyfið að standa í 5-10 mínútur áður en skorið er í kjötið.
Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni (2 tsk salt). Mér finnst best að flysja þær fyrst og skera til helminga (í fernt ef þið eruð með bökunarkartöflur) því þá eru þær tilbúnar í hrærivélina um leið og þær eru mjúkar.
Setjið kartöflur, smjör, sykur og salt í hrærivél og blandið á lágum hraða með K-inu. Bætið mjólkinni saman við í litlum skömmtum. Bætið við mjólk ef þið viljið þynnri mús.
Skafið maískornin af stönglunum og steikið við meðalháan hita upp úr smjörinu, saltið og piprið og leyfið að malla/eldast í um 5 mínútur.
Hrærið hveitinu næst saman við og hellið svo rjómanum út á pönnuna, hækkið hitann í smá stund og hrærið vel allan tímann. Þegar blandan þykknar má lækka alveg niður hitann og krydda með Organic Liquid, salti og pipar eftir smekk ásamt því að hræra hunanginu saman við.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 210°C.
Penslið ofnskúffu með ólífuolíu og raðið lærunum þar ofan í.
Berið þunnt lag af ólífuolíu á hvert læri og einnig Organic Liquid hvítlaukslög (um ½ tsk. á hvora hlið).
Kryddið vel með kjúklingakryddi á báðum hliðum.
Eldið í 40-45 mínútur og leyfið að standa í 5-10 mínútur áður en skorið er í kjötið.
Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni (2 tsk salt). Mér finnst best að flysja þær fyrst og skera til helminga (í fernt ef þið eruð með bökunarkartöflur) því þá eru þær tilbúnar í hrærivélina um leið og þær eru mjúkar.
Setjið kartöflur, smjör, sykur og salt í hrærivél og blandið á lágum hraða með K-inu. Bætið mjólkinni saman við í litlum skömmtum. Bætið við mjólk ef þið viljið þynnri mús.
Skafið maískornin af stönglunum og steikið við meðalháan hita upp úr smjörinu, saltið og piprið og leyfið að malla/eldast í um 5 mínútur.
Hrærið hveitinu næst saman við og hellið svo rjómanum út á pönnuna, hækkið hitann í smá stund og hrærið vel allan tímann. Þegar blandan þykknar má lækka alveg niður hitann og krydda með Organic Liquid, salti og pipar eftir smekk ásamt því að hræra hunanginu saman við.