Hugmyndin er fengin af spænskum köldum grjónagraut sem kallast Arroz con leche.
Setjið grjón, vatn, kanilstöng, salt og appelsínubörk í heilu lagi (ekki raspaðann) í pott og látið sjóða þar til vatn er alveg gufað upp.
Bætið þá haframjólkinni og vanillusósunni út á og látið byrja að sjóða.
Passið að hræra vel í án þess að tæta upp appelsínubörkinn því hann þarf að veiða svo upp úr á eftir, passið því að hafa hann heilann allan tímann.
Setjið sykurinn út í.
Leyfið grautnum að sjóða í eins og 30-40 mínútur og hrærið reglulega í á meðan allan tímann.
Þegar grauturinn er til er hann borinn fram með hreinum kanil, ekki kanilsykri því grauturinn sjálfur er mjög sætur.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki