Glimrandi samsetning sem bráðnar í munni.
Takið til ílangt form, stærðin skiptir hér ekki öllu aldrei þessu vant. Þekið það með bökunarpappír og leyfið pappírnum að ná upp hliðarnar.
Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórum potti. Lækkið hitann og setjið 4 bolla af sykurpúðum út í. Hrærið stanslaust þar til sykurpúðar eru bráðnaðir.
Takið pottinn af hellunni og verið snögg að hræra hnetusmjöri og salti við og síðan Rice Krispies, helmingnum af Oreo-kexinu og 1/2 bolla af sykurpúðum.
Nú ætti blandan að vera mjög þykk og volg þannig að þið getið unnið hana með höndunum. Setjið blönduna í formið og mótið hana eins og þið viljið á meðan þið þrýstið henni saman í botninn.
Bræðið hnetusmjörssúkkulaðið og hellið því yfir blönduna. Stráið restinni af Oreo-kexinu og sykurpúðum yfir það og njótið.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki