Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Eldið nautakjötið og leyfið því að hvílast á meðan annað er útbúið.
Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum að pakka, setjið í sigti og látið kalt vatn renna á þær.
Skerið brokkoli í litla bita, steikið upp úr vel af olíu, saltið, piprið og skvettið smá soyasósu á það og síðan 2 msk. af vatni og leyfið því að gufa upp (þá mýkist það svo vel en þessu má samt sleppa ef þið viljið hafa það stökkara).
Skerið blaðlaukinn niður og rífið hvítlauk og engifer, bætið á pönnuna ásamt smá meiri olíu, saltið og piprið eftir smekk.
Nú má skera niður kjötið og bæta því á pönnuna ásamt núðlunum og hella Hoisin sósunni yfir ásamt púðursykri og smá meiri soyasósu og blanda vel.
Berið fram með sesamfræjum og vorlauk.
Uppskrift frá Gotterí.
Hráefni
Leiðbeiningar
Eldið nautakjötið og leyfið því að hvílast á meðan annað er útbúið.
Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum að pakka, setjið í sigti og látið kalt vatn renna á þær.
Skerið brokkoli í litla bita, steikið upp úr vel af olíu, saltið, piprið og skvettið smá soyasósu á það og síðan 2 msk. af vatni og leyfið því að gufa upp (þá mýkist það svo vel en þessu má samt sleppa ef þið viljið hafa það stökkara).
Skerið blaðlaukinn niður og rífið hvítlauk og engifer, bætið á pönnuna ásamt smá meiri olíu, saltið og piprið eftir smekk.
Nú má skera niður kjötið og bæta því á pönnuna ásamt núðlunum og hella Hoisin sósunni yfir ásamt púðursykri og smá meiri soyasósu og blanda vel.
Berið fram með sesamfræjum og vorlauk.