Tyrkisk Peber nammibitar

  ,   

október 6, 2021

Þessir nammibitar eru himneskir. Rice krispies, Dumle karamellur, Tyrkisk Peber soft and salty og Milka rjómasúkkulaði - ó vá þetta getur ekki klikkað! Þeir slóu algjörlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu. Hentar vel að útbúa bitana með fyrirvara og geyma í frystinum. Mæli mikið með!

Hráefni

1 ½ poki Tyrkisk peber soft and salty

2 pokar Dumle karamellur

75 g smjör

9 dl Rice krispies

100 g Mikla rjómasúkkulaði

Leiðbeiningar

1Bræðið Dumle karamellurnar saman við smjör og hrærið vel saman.

2Skerið Tyrkisk peber soft and salty smátt niður og hrærið saman við Rice krispies í skál.

3Blandið karamellublöndunni saman við og hrærið vel.

4Hellið í eldfast mót (t.d. í stærð 26x20 cm) og frystið.

5Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því yfir mótið. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað og skerið í bita eftir smekk. Geymið í kæli eða frysti.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einföld skúffukaka

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa og bera fram með jarðarberjum....

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.